Rafmagnsbílar jafn ódýrir árið 2025 Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 10:52 Mengun af völdum bíla mun minnka hröðum skrefum á næstu áratugum. Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent
Bloomberg New Energy Finance í Bandaríkjunum segir að verð rafmagnsbíla muni lækka mikið á næstunni og verð slíkra bíla verði orðið jafn lágt og verð hefbundinna brunabíla árið 2025 þar sem verð á rafhlöðum þeirra muni lækka stórlega. Bloomberg spáir því að um 35% bíla sem muni seljast árið 2040 verði rafmagnsbílar, eða um 41 milljón bílar og gerir með því ráð fyrir að 117 milljón bílar muni seljast þá á ári í heiminum öllum. Ef aðeins fjórðungur bíla á vegunum verða rafmagnsbílar árið 2040 mun það spara 13 milljónir tunna af eldsneyti á dag og munar um minna í baráttunni við mengun af völdum bíla. Að sama skapi mun rafmagnsorkuþörfin aukast um 1.900 terawattstundir og með því mun raforkuþörfin þurfa að aukast um 8% frá því sem nú er í boði. Það ætti að vera gerlegt að fylla uppí það gat.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent