Kaldasti vetur í tuttugu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 11:24 Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Vísir/Vilhelm Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Fara þarf aftur til ársins 1995 til að finna jafnkaldan vetur og verið hefur hér á landi síðustu mánuði en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um þetta á bloggi sínu Hungurdiskum. Meðaltalið sem hann lítur til nær til desember, janúar og febrúar en það er veturinn er þessir þrír mánuðir samkvæmt árstíðaskiptingu alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Trausti segir að veturinn 2015 til 2016 verði að teljast frekar kaldur, sérstaklega þegar litið er til hitastigs inn til landsins. Í Reykjavík sé meðalhitinn þó nánast sá sami og í fyrra og nánast í meðallagi áranna frá 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðar en meðallag síðustu tíu ára. Alþjóðaveturinn 2015 til 2016 verður að teljast fremur kaldur hér á landi, sérstaklega inn til landsins, en árið 1995 var ögn kaldara en nú. Í Reykjavík er meðalhitinn reyndar nánast sá sami og í fyrra og reyndar líka árið 2000 - nánast í meðallagi áranna 1961 til 1990 en -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur hins vegar verið öllu kaldara: „Meðalhiti alþjóðavetrarins er nú um -1,8 stigum undir meðallaginu 1961 til 1990 á Akureyri og -3,0 undir meðallagi síðustu tíu ára. - En í Grímsey er hiti +1,2 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og ekki nema -0,7 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Gætir hlýindanna miklu í norðurhöfum í Grímsey?“ segir Trausti á bloggi sínu. Að mati Trausta verður að telja mars til vetrarins hér á landi líka þó vissulega sé í lagi að reikna meðaltöl fyrir alþjóðaveturinn. Spurningin er því hvernig veðrið verður næsta mánuðinn en langtímaspár gera víst ekki ráð fyrir miklum hlýindum: „Sé að marka spár evrópureiknimiðstöðvarinnar verður enn kalt norðaustanlands næstu tíu daga - en nærri meðallagi á Suðvesturlandi. Spár enn lengra fram í tímann gera ekki ráð fyrir hlýindum.“ Veðurhorfur næstu daga eru hins vegar þessar samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Sunnan og suðvestan 5-13 metrar á sekúndu og él, en léttir til á Norðaustur og Austurlandi þegar líður á daginn. Norðaustan 5-10 metrar á sekúndu í fyrramálið og áfram él sunnantil, en annars úrkomulítið. Vaxandi norðanátt þegar líður á daginn með éljum fyrir norðan, 8-18 metrar á sekúndu seint á morgun, hvassast á annesjum norðvestan til og styttir upp sunnanlands. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en um frostmark um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig á morgun.Á miðvikudag:Norðvestan 8-15 metrar á sekúndu austanlands í fyrstu, annars hægari breytileg átt. Skýjað og stöku él norðaustantil, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á fimmtudag:Austlæg átt, víða 5-10 metrar á sekúndu, en hvassari syðst. Sums staðar él um landið sunnanvert, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira