Einn versti sársauki sem ég hef fundið fyrir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2016 15:00 Gunnar Gústav verður í þessum stól næstu tvær vikurnar. mynd/aðsend Glímukappinn Gunnar Gústav Logason lenti í skelfilegum meiðslum á bikarglímu Íslands. Sköflungurinn gaf sig. Gunnar var að glíma við Ásmund Hálfdán Ásmundsson er hann brotnaði illa. Ekki er algengt að keppendur meiðist alvarlega á glímumótum. Menn og konur hafa farið úr axlarlið en síðasta beinbrot kom í Íslandsglímunni árið 1994. „Heilsan er bara nokkuð góð. Ég er kominn heim,“ segir Gunnar Gústav í samtali við Vísi í morgun. „Ég lendi svona vitlaust á fótinn. Sný upp á hann og það brotnar stóra beinið í sköflungnum. Það brotnaði í spíral. Það er kominn teinn inn í beinmerginn og svo bolta hann við.“ Það var skelfilegt að sjá sköflunginn brotna eins og sjá má hér í myndskeiði frá RÚV. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. „Þetta var frekar sársaukafullt. Þetta er einn versti sársauki sem ég hef fundið fyrir. Það var mjög sérstakt að sjá þetta í fréttunum áður en ég fór í aðgerðina. Ég upplifði þetta nefnilega allt öðruvísi. Ég hélt að hann hefði dottið ofan á mig. Ég skildi ekki hvernig ég gat brotið mig sjálfan svona.“ Gunnar Gústav má ekki hreyfa sig næstu tvær vikurnar. Hann þarf svo að bíða í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir því að fara að æfa á ný. „Ég er í skóla og vinnu. Svo er ég bæði að þjálfa og æfa júdó. Ég er líka í jiu jitsu og fleira. Það verður ekki auðvelt að hvíla og líklega með því erfiðasta sem ég hef gert lengi. Ég á enn eftir að finna út úr því hvernig ég muni drepa tímann.“Hér má svo sjá úrslitin úr bikarglímunni 2016. Innlendar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sjá meira
Glímukappinn Gunnar Gústav Logason lenti í skelfilegum meiðslum á bikarglímu Íslands. Sköflungurinn gaf sig. Gunnar var að glíma við Ásmund Hálfdán Ásmundsson er hann brotnaði illa. Ekki er algengt að keppendur meiðist alvarlega á glímumótum. Menn og konur hafa farið úr axlarlið en síðasta beinbrot kom í Íslandsglímunni árið 1994. „Heilsan er bara nokkuð góð. Ég er kominn heim,“ segir Gunnar Gústav í samtali við Vísi í morgun. „Ég lendi svona vitlaust á fótinn. Sný upp á hann og það brotnar stóra beinið í sköflungnum. Það brotnaði í spíral. Það er kominn teinn inn í beinmerginn og svo bolta hann við.“ Það var skelfilegt að sjá sköflunginn brotna eins og sjá má hér í myndskeiði frá RÚV. Myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. „Þetta var frekar sársaukafullt. Þetta er einn versti sársauki sem ég hef fundið fyrir. Það var mjög sérstakt að sjá þetta í fréttunum áður en ég fór í aðgerðina. Ég upplifði þetta nefnilega allt öðruvísi. Ég hélt að hann hefði dottið ofan á mig. Ég skildi ekki hvernig ég gat brotið mig sjálfan svona.“ Gunnar Gústav má ekki hreyfa sig næstu tvær vikurnar. Hann þarf svo að bíða í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir því að fara að æfa á ný. „Ég er í skóla og vinnu. Svo er ég bæði að þjálfa og æfa júdó. Ég er líka í jiu jitsu og fleira. Það verður ekki auðvelt að hvíla og líklega með því erfiðasta sem ég hef gert lengi. Ég á enn eftir að finna út úr því hvernig ég muni drepa tímann.“Hér má svo sjá úrslitin úr bikarglímunni 2016.
Innlendar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sjá meira