Benz þarf að svara til saka fyrir mengun dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 13:50 Eru Blue Efficiency bílar Mercedes Benz ekki svo umhverfisvænir? Bandaríska umhverfismálastofnunin EPA (Environmental Protection Agency) hefur óskað eftir skýringum hjá Mercedes Benz á því af hverju sumir dísilbílar fyrirtækisins menga allt að 65 sinnum meira heldur en uppgefið er. Þeir bílar Mercedes Benz sem menga svona gríðarlega miklu meira en uppgefið er gera það þegar hiti fer undir 10 gráður og tugfaldast þá mengun þeirra. Mercedes Benz hefur markaðssett BlueTEC dísilbíla sína sem þá heimsins umhverfisvænustu og tæknivæddustu á meðal dísilbíla. Ef til vill er sú fullyrðing skot yfir markið ef marka má niðurstöður mælinga EPA. Mercedes Benz segir að fyrirtækið hafi ekki aðhafst neitt ólöglegt en búnaður sem hindra á mengun bílanna virki ekki sem skildi við lágt hitastig og þá aftengist mengunarvarnarbúnaðurinn að mestu leiti til varnar pústkerfi og vél bílanna. Svo langt hefur EPA í Bandaríkjunum gengið að kæra Mercedes Benz fyrir þessa margfalda mengun bíla þeirra. Var það þýska dagblaðið Handelsblatt sem greindi fyrst frá þessari ákæru fyrir um viku síðan. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent
Bandaríska umhverfismálastofnunin EPA (Environmental Protection Agency) hefur óskað eftir skýringum hjá Mercedes Benz á því af hverju sumir dísilbílar fyrirtækisins menga allt að 65 sinnum meira heldur en uppgefið er. Þeir bílar Mercedes Benz sem menga svona gríðarlega miklu meira en uppgefið er gera það þegar hiti fer undir 10 gráður og tugfaldast þá mengun þeirra. Mercedes Benz hefur markaðssett BlueTEC dísilbíla sína sem þá heimsins umhverfisvænustu og tæknivæddustu á meðal dísilbíla. Ef til vill er sú fullyrðing skot yfir markið ef marka má niðurstöður mælinga EPA. Mercedes Benz segir að fyrirtækið hafi ekki aðhafst neitt ólöglegt en búnaður sem hindra á mengun bílanna virki ekki sem skildi við lágt hitastig og þá aftengist mengunarvarnarbúnaðurinn að mestu leiti til varnar pústkerfi og vél bílanna. Svo langt hefur EPA í Bandaríkjunum gengið að kæra Mercedes Benz fyrir þessa margfalda mengun bíla þeirra. Var það þýska dagblaðið Handelsblatt sem greindi fyrst frá þessari ákæru fyrir um viku síðan.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent