Sofandi Landsbankamenn Stjórnarmaðurinn skrifar 10. febrúar 2016 11:15 Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína. Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína.
Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira