112 milljarða tap á Rio Tinto Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2016 09:49 Þrátt fyrir mikið tap stendur vilji stjórnarinnar til að greiða út að lágmari 110 dollara á hlut í ár, eða jafnvirði 2 milljarða dollara. Vísir/EPA Rio Tinto, eitt stærsta námufyrirtæki heims, tapaði 866 milljónum dollara á síðasta ári, jafnvirði 112 milljarða króna. Fyrirtækið á og rekur álverið í Straumsvík, þar sem miklar deilur hafa staðið á milli starfsmanna og stjórnenda um launakjör undanfarið ár. Fyrirtækið skilaði 6,53 milljarða dollara hagnaði árið áður, 2014, eða jafnvirði 845 milljarða króna. Í ljósi breyttrar stöðu hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að endurskoða arðgreiðslustefnu félagsins, sem hefur verið að greiða út 215 dollara á hlut. Mun stjórnin framvegis fara yfir rekstur félagsins í lok hvers árs, meta framtíðarhorfur og ákveða arðgreiðslur út frá því. Breytingarnar munu þó ekki koma í veg fyrir að vilji stjórnarinnar stendur til að greiða út að lágmari 110 dollara á hlut í ár, eða jafnvirði 2 milljarða dollara. Gengi bréfa í Rio Tinto féll um 7,8 prósent við fréttirnar í morgun.Sam Walsh sagði í sagði í samtali við Bloomberg í morgun að fyrirtækið væri að koma úr stekri stöðu en nú hefði orðið mikil lækkun á hrávörumarkaði. Sagði hann að fyrirtækið væri í „forvirkum“ aðgerðum til að draga úr kostnaði. Walsh sagði að Rio Tinto hefði þó góða, sterka vaxtarmöguleika. Mikill niðurskurður er á teikniborðinu og stefnir Rio Tinto á að skera niður um milljarð dollara í ár og á næsta ári. Þessi niðurskurður hefur þegar látið á sér kræla í álveri Rio Tinto hér á landi, í Straumsvík, þar sem launafrysting hefur tekið gildi. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rio Tinto, eitt stærsta námufyrirtæki heims, tapaði 866 milljónum dollara á síðasta ári, jafnvirði 112 milljarða króna. Fyrirtækið á og rekur álverið í Straumsvík, þar sem miklar deilur hafa staðið á milli starfsmanna og stjórnenda um launakjör undanfarið ár. Fyrirtækið skilaði 6,53 milljarða dollara hagnaði árið áður, 2014, eða jafnvirði 845 milljarða króna. Í ljósi breyttrar stöðu hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að endurskoða arðgreiðslustefnu félagsins, sem hefur verið að greiða út 215 dollara á hlut. Mun stjórnin framvegis fara yfir rekstur félagsins í lok hvers árs, meta framtíðarhorfur og ákveða arðgreiðslur út frá því. Breytingarnar munu þó ekki koma í veg fyrir að vilji stjórnarinnar stendur til að greiða út að lágmari 110 dollara á hlut í ár, eða jafnvirði 2 milljarða dollara. Gengi bréfa í Rio Tinto féll um 7,8 prósent við fréttirnar í morgun.Sam Walsh sagði í sagði í samtali við Bloomberg í morgun að fyrirtækið væri að koma úr stekri stöðu en nú hefði orðið mikil lækkun á hrávörumarkaði. Sagði hann að fyrirtækið væri í „forvirkum“ aðgerðum til að draga úr kostnaði. Walsh sagði að Rio Tinto hefði þó góða, sterka vaxtarmöguleika. Mikill niðurskurður er á teikniborðinu og stefnir Rio Tinto á að skera niður um milljarð dollara í ár og á næsta ári. Þessi niðurskurður hefur þegar látið á sér kræla í álveri Rio Tinto hér á landi, í Straumsvík, þar sem launafrysting hefur tekið gildi.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira