Borgunarmál í alvarlegri stöðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Þeir Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason eru sammála um að Borgunarmálið sé grafalvarlegt. Flokksformennirni tveir hittust á Viðskiptaþingi í gær. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus. Borgunarmálið Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að sú staða sem komin er upp varðandi Landsbankann og Borgunarmálið sé alvarleg. Landsbankinn sé í senn stærsta fjármálafyrirtæki landsins og verðmætasta félag íslenska ríkisins. Í bréfi til Bankasýslunnar vísar Bjarni til upplýsinga og gagna sem birst hafa í fjölmiðlum og benda til þess að það verð sem bankinn fékk fyrir eignarhlut sinn hafi verið mun lægra en eðlilegt getur talist. Forsvarsmenn Borgunar hafa sagt að þeir hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins vegna kaupa Visa International á Visa Europe hinn 21. desember. Samkvæmt þeim upplýsingum munu greiðslurnar samsvara 6,4 milljörðum króna, auk afkomutengdrar greiðslu sem berst árið 2020. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur bent á að af þessum 6,4 milljörðum fari tveir milljarðar til hluthafa Borgunar sem keyptu 31 prósents hlut af Landsbankanum í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða. Áður hafi sömu hluthafar fengið tæpar 250 milljónir í arðgreiðslur. Þannig að kaupendurnir hafi fengið allt kaupverðið til baka á einu ári.Lárus Blöndal lögmaðurÍ fyrrgreindu bréfi Bjarna til Bankasýslunnar rifjar hann upp að 8. janúar síðastliðinn hafi Bankasýslan birt stöðuskýrslu varðandi fyrirhugaða sölumeðferð á Landsbankanum í samræmi við heimild í fjárlögum. Í skýrslunni komi fram að Bankasýslan stefni að því að setja fram tillögu til ráðherra á fyrsta fjórðungi þessa árs um sölu á allt að 28,2 prósenta hlut í Landsbankanum. „Ákvörðun um næstu skref varðandi sölu eignarhluta í Landsbankanum verður fyrst tekin að fengnum tillögum Bankasýslunnar, en ljóst er að sú ákvörðun mun velta á fjölmörgum atriðum og mati á því hvernig heildarhagsmunum ríkisins er best fyrir komið. Það er mat ráðherra að umræða undanfarinna vikna vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun sé til þess fallin að skaða bankann,“ segir Bjarni í bréfinu. Því sé nauðsynlegt áður en lengra er haldið í því ferli að hvaðeina er máli skiptir og varði sölu Landsbankans á Borgun verði upplýst og málið afgreitt með þeim hætti að traust til bankans og stjórnenda hans verði tryggt. Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist ekki túlka það sem svo að fjármálaráðherra sé að fara fram á það í bréfinu að söluferli Landsbankans verði frestað. „Ég les það nú ekki sem aðalskilaboðin allavega. Aðalskilaboðin eru þau að það þurfi að leysa úr þessu máli sem við erum að vinna í. Og það þarf að gera það með þeim hætti að traust og trúverðugleiki bankans sé heill eftir. En hann er allavega að segja að það sé mikilvæg forsenda fyrir því að hægt sé að halda áfram með ferlið,“ segir Lárus.
Borgunarmálið Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira