Taylor Swift lét Kanye West heyra það á Grammy-verðlaununum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 08:01 Taylor Swift með Grammy-verðlaunin þrjú sem hún hlaut í gær. vísir/getty Taylor Swift varð í gær fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu ársins tvisvar en fimmta sólóplata hennar, 1989, var valin sú besta á verðlaunahátíðinni í gær. Í þakkarræðu sinni talaði Swift til ungra kvenna og lét rapparann Kanye West heyra það. Söngkonan nefndi reyndar engin nöfn en fáum duldist að Swift var að svara rapparanum, sem í nýju lagi sínu, Famous, segist hafa gert Taylor Swift fræga: “I made that bitch famous.” Swift benti á að hún væri fyrsta konan til að vinna verðlaunin fyrir bestu plötuna tvisvar og sagði svo: „Mig langar að segja við allar ungu konurnar þarna úti: á vegi ykkar munu verða fullt af fólki sem er tilbúið til að gera lítið úr árangri ykkar eða eigna sér það sem þið hafið gert eða frægð ykkar. En ef þið einbeitið ykkur bara að því sem þið eruð að gera og látið ekki þetta fólk stöðva ykkar þá munuð þið einn daginn ná þangað sem þið stefnið. Þið munuð líta í kringum ykkar og sjá að þið voruð þið sjálfar og fólkið sem elskar ykkur sem kom ykkur þangað og það verður besta tilfinning í heimi.“Swift var vel fagnað en hún vann einnig verðlaun sem besta söngkona ársins og fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Bad Blood sem hún gerði með rapparanum Kendrick Lamar. Þeir Mark Ronson og Bruno Mars hlutu verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Uptown Funk og lag Ed Sheeran, Thinking Out Loud var valið lag ársins. Þá var söngkonan Meghan Trainor valinn besti nýi listamaðurinn. Það má síðan segja að Kendrick Lamar hafi átt rappflokkinn en hann vann meðal Grammy fyrir bestu rappplötuna og besta rapplagið. Grammy Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Taylor Swift varð í gær fyrsta konan til að vinna Grammy-verðlaunin fyrir bestu plötu ársins tvisvar en fimmta sólóplata hennar, 1989, var valin sú besta á verðlaunahátíðinni í gær. Í þakkarræðu sinni talaði Swift til ungra kvenna og lét rapparann Kanye West heyra það. Söngkonan nefndi reyndar engin nöfn en fáum duldist að Swift var að svara rapparanum, sem í nýju lagi sínu, Famous, segist hafa gert Taylor Swift fræga: “I made that bitch famous.” Swift benti á að hún væri fyrsta konan til að vinna verðlaunin fyrir bestu plötuna tvisvar og sagði svo: „Mig langar að segja við allar ungu konurnar þarna úti: á vegi ykkar munu verða fullt af fólki sem er tilbúið til að gera lítið úr árangri ykkar eða eigna sér það sem þið hafið gert eða frægð ykkar. En ef þið einbeitið ykkur bara að því sem þið eruð að gera og látið ekki þetta fólk stöðva ykkar þá munuð þið einn daginn ná þangað sem þið stefnið. Þið munuð líta í kringum ykkar og sjá að þið voruð þið sjálfar og fólkið sem elskar ykkur sem kom ykkur þangað og það verður besta tilfinning í heimi.“Swift var vel fagnað en hún vann einnig verðlaun sem besta söngkona ársins og fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Bad Blood sem hún gerði með rapparanum Kendrick Lamar. Þeir Mark Ronson og Bruno Mars hlutu verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Uptown Funk og lag Ed Sheeran, Thinking Out Loud var valið lag ársins. Þá var söngkonan Meghan Trainor valinn besti nýi listamaðurinn. Það má síðan segja að Kendrick Lamar hafi átt rappflokkinn en hann vann meðal Grammy fyrir bestu rappplötuna og besta rapplagið.
Grammy Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira