Fótbolti

Ég er tilbúinn að tala við stuðningsmenn Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Souleymane Sylla hefur átt erfitt ár eftir atvikið í fyrra.
Souleymane Sylla hefur átt erfitt ár eftir atvikið í fyrra. Vísir/Getty
Fyrir ári síðan var Souleymane Sylla meinaður aðgangur að neðanjarðarlest í París eftir viðureign PSG og Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Stuðningsmönnum Chelsea var gefið að sök að hafa staðið á bak við athæfið en það náðist á myndband. „We're racist, we're racist, and that's the way we like it,“ sungu þeir eins og frægt er orðið.

Fjórum mönnum var refsað fyrir sinn þátt í málinu í júlí síðastliðinn en sjálfur varð Sylla fyrir svo miklu áfalli að hann tók sér frí frá vinnu í sex mánuði og treysti sér ekki til að nota neðanjarðarlestarkerfið í París fyrr en í þessum mánuði.

Hann segist enn í sárum eftir atvikið og að „sárin hefðu opnast“ þegar PSG og Chelsea drógust aftur saman í 16-liða úrslitum keppninnar. Hann verður þó gestur PSG á leiknum í kvöld.

„Ef að stuðningsmenn Chelsea vilja ræða við mig þá mun ég ræða við þá. Þetta er bara fólk, eftir allt saman,“ sagði Sylla í viðtali við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×