NBA-stjörnurnar Dwayne Wade og LeBron James buðu upp á nokkur glæsileg tilþrif í stjörnuleiknum sem fram fór í Toronto aðfaranótt mánudags.
Félagarnir spiluðu saman hjá Miami og unnu NBA-meistaratitilinn tvisvar áður en LeBron hélt aftur til Cleveland.
Búið er að taka saman tíu bestu tilþrifin úr stjörnuleiknum sem sjá má hér að ofan, en troðslur frá LeBron sem Wade lagði upp eru í þriðja og fyrsta sæti.
Heimamaðurinn DeMar DeRozan átti næst flottustu tilþrifin þegar hann bauð upp á 360-troðslu.
Tíu flottustu tilþrifin má sjá í spilaranum hér að ofan.
Wade og LeBron áttu tvö af þremur flottustu tilþrifum stjörnuleiksins
Tengdar fréttir

James tók metið af Kobe í stjörnuleiknum í nótt
Kobe Bryant lék sinn 18. og síðasta stjörnuleik í nótt þegar lið Vesturdeildarinnar bar sigurorð af liði Austurdeildarinnar, 196-173, í Toronto í nótt.

Er troðslukóngur heimsins ekki einu sinni í NBA-deildinni?
Jordan Kilganon stal senunni í stjörnuleiknum í gær með rosalegri troðslu í gallabuxum.

Sjáðu ótrúlega troðslukeppni: Zach LaVine kóngurinn annað árið í röð
Zach LaVine, leikmaður, Minnesota Timberwolves, er troðslukóngur ársins en hann vann í gærkvöldi troðslukeppnina í NBA-deildinni.

Kobe kvaddi með sigri í stjörnuleiknum | Myndbönd
Það var mikið um dýrðir í Air Canada Centre í Toronto í nótt þegar stjörnuleikur NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram.

Súperstjörnurnar gáfu Kobe Bryant athyglisverðar gjafir
Kobe Bryant er að kveðja NBA-deildina í körfubolta eftir þetta tímabil og hann lék um síðustu helgi síðasta Stjörnuleikinn sinn á ferlinum.

Thompson rétt vann félaga sinn Curry í þriggja stiga keppninni
Samherjarnir Klay Thompson og Stephen Curry mættust í úrslitaeinvíginu í þriggja stiga skotkeppninni í Toronto í gær.