Olíuverð lækkar áfram þrátt fyrir samkomulag Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2016 17:49 Frá fundi ráðamanna Rússa, Sáda, Katar og Venesúela i dag. Vísir/EPA Yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu komust að samkomulagi í dag um að halda olíuframleiðslu landanna í því magni sem það var í janúar. Katar og Venesúela koma einnig að samkomulaginu. Það tekur þó einungis gildi ef aðrir olíuframleiðendur fylgi því einnig. Þrátt fyrir að framleiðslan verði ekki aukin er hún enn nærri sögulegu hámarki á heimsvísu og lækkaði olíuverð áfram í dag. Íran kom þó ekki að viðræðunum, en með afnámi viðskiptaþvingana gegn landinu hafa þeir ákveðið að hækka olíuframleiðslu til muna.Sjá einnig: Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíuBrent vísitalan er í 32,77 dollurum á tunnu og hráolía frá Bandaríkjunum er í 29,03 dollurum á tunnu. Í júní 2014 var tunnan á um 116 dollara, samkvæmt frétt BBC. Þessa miklu lækkun undanfarinna mánaða má rekja til offramleiðslu.Samkvæmt Reuters ætla yfirvöld í Íran sér þó að ná aftur markaðshlutdeild sinni, sem þeir hafi misst á undanförnum árum. Þeir ætli ekki að draga úr framleiðslu né frysta hana. Olíuráðherra Venesúela mun ferðast til Íran á morgun og ræða við ráðamenn þar um framleiðsluna. Þá hafa yfirvöld í Írak gefið út að þau séu tilbúin til að framfylgja samkomulaginu. Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu komust að samkomulagi í dag um að halda olíuframleiðslu landanna í því magni sem það var í janúar. Katar og Venesúela koma einnig að samkomulaginu. Það tekur þó einungis gildi ef aðrir olíuframleiðendur fylgi því einnig. Þrátt fyrir að framleiðslan verði ekki aukin er hún enn nærri sögulegu hámarki á heimsvísu og lækkaði olíuverð áfram í dag. Íran kom þó ekki að viðræðunum, en með afnámi viðskiptaþvingana gegn landinu hafa þeir ákveðið að hækka olíuframleiðslu til muna.Sjá einnig: Gera samkomulag um framleiðsluþak á olíuBrent vísitalan er í 32,77 dollurum á tunnu og hráolía frá Bandaríkjunum er í 29,03 dollurum á tunnu. Í júní 2014 var tunnan á um 116 dollara, samkvæmt frétt BBC. Þessa miklu lækkun undanfarinna mánaða má rekja til offramleiðslu.Samkvæmt Reuters ætla yfirvöld í Íran sér þó að ná aftur markaðshlutdeild sinni, sem þeir hafi misst á undanförnum árum. Þeir ætli ekki að draga úr framleiðslu né frysta hana. Olíuráðherra Venesúela mun ferðast til Íran á morgun og ræða við ráðamenn þar um framleiðsluna. Þá hafa yfirvöld í Írak gefið út að þau séu tilbúin til að framfylgja samkomulaginu.
Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira