Gullæðið gæti senn verið á enda runnið Sæunn Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2016 09:15 Verð á gulli hefur farið lækkandi það sem af er vikunnar eftir gríðarlega uppsveiflu í síðustu viku. Vísir/Getty Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eftir 7,1 prósents hækkun á verði á gulli í síðustu viku hefur verðið fallið á ný. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs mæla með því að fjárfestar losi sig við gullið þar sem verðhækkunin undanfarið hafi verið innistæðulaus. Fréttablaðið greindi frá því í byrjun viku að í síðustu viku hefði fjöldi fjárfesta fært fé sitt úr hlutabréfum í gull. Keypt var gull í vikunni fyrir hæstu fjárhæð í sex ár, fyrir utan eina viku í byrjun árs 2015. Bank of America áætlar að fjárfest hafi verið í gulli fyrir 1,6 milljarða dollara, jafnvirði rúmlega tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Aukin sala á gulli er merki um óstöðugleika og skort á trú á markaðnum. Gullverð hækkar og lækkar jafnan þvert á gengi hlutabréfa. Því er eðlilegt að verðið hafi farið hækkandi í síðustu viku samtímis lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Aftur á móti hafi það lækkað á ný þegar hlutabréfamarkaðir víðsvegar um heiminn tóku við sér í byrjun þessarar viku. Verð á trójuúnsu af gulli hækkaði um 7,1 prósent í síðustu viku og nálgaðist 1.300 Bandaríkjadali, jafnvirði 165 þúsunda íslenskra króna. Það hafði hins vegar fallið um rúmlega tvö prósent um eftirmiðdaginn á þriðjudaginn. Sérfræðingateymi hjá Goldman Sachs, leitt af Jeffrey Curie og Max Layton, hefur gefið út minnisblað þar sem mælt er með að fjárfestar selji gullið sitt. Í minnisblaðinu kemur fram að ekki sé innistæða fyrir hræðslunni sem hefur drifið hækkunina á gulli. Í augnablikinu séu einungis 15-20 prósent líkur á kreppu í Bandaríkjunum á næstunni. Verðhækkunin í síðustu viku varð þegar bandarískur hlutabréfamarkaður hafði ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira