Sælgætisinnflytjandinn Hafþór játar að hafa gert mistök Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2016 10:12 Hafþór hjá Íslenskri dreifingu brást fremur illa við erindi blaðamanns en samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur liggur fyrir viðurkenning á mistökum varðandi dreifingu sælgætis sem komið er til ára sinna. Sælgætisinnflytjandinn Hafþór Guðmundsson hjá Íslenskri dreifingu segist hafa gert mistök þegar hann sendi löngu útrunnið sælgæti austur á land, sem svo bæjarskrifstofurnar á Seyðisfirði dreifðu meðal barna kauptúnsins á Öskudag. „Við erum búin að vera að skoða málið, erum í sambandi við fyrirtækið og hann viðurkennir að hafa gert mistök, að hafa sent þetta austur,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Hann segir málinu lokið af hálfu heilbrigðiseftirlitsins, engin önnur mál séu í gangi sem snúi að þessu tiltekna fyrirtæki en eðlilegt vakandi auga sé eftir sem áður haft með fyrirtækjum á sviði matvælaframleiðslu og dreifingar.Vísir fjallaði um málið á mánudaginn. Það var 11. febrúar sem Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning um að sælgætið væri löngu útrunnið miðað við dagsetningu, sem var frá árinu 2007, frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Óskar segir sjaldgæft að mál sem snúa að sælgæti komi til umfjöllunar eftirlitsins.Hafþór vill lítt við blaðamann talaMálið hefur valdið nokkrum usla eystra og Austurfrétt, sem fyrst greindi frá málinu hefur fylgt því eftir og greindi frá því að Seyðisfjarðarkaupstaður ætli að bjóða uppá nýtt nammi í dag – ekki er gerð krafa um búning þegar skaðabótunum verður útdeilt. Ekki fylgir sögunni hvaðan nammið kemur.Börnin á Seyðisfirði þurfa ekki að klæða sig upp í búninga til að heimta skaðabæturnar á bæjarskrifstofunum í dag, en söngur væri vel þeginn, segir í tilkynningu. (Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.)visir/stefán.Vísir bar þetta undir Hafþór en þegar náðist í hann var hann hinn snúnasti. Eigilega verður að segjast sem er að hann brást fremur illa við erindinu. Hafþór vildi ekki staðfesta það sem fram kemur í máli Óskars, hann vildi reyndar lítt ræða málið sem slíkt en taldi að sér vegið og talaði um róg fjölmiðla. Þegar Hafþór var spurður hvort einhver önnur dæmi væru um kvartanir sem snéru að útrunnu sælgæti frá Íslenskri dreifingu spurði hann á móti hvort blaðamaður Vísis hefði heimildir um slíkt. Og þegar honum var sagt að svo væri ekki, taldi hann þar með svar liggja fyrir.Flytur inn nammi frá KínaVísir hefur rætt við fyrrverandi starfsmenn Íslenskrar dreifingar sem halda því fram fullum fetum að afar frjálslega væri farið með dagsetningar, dæmi eru um að þeim sé breytt (einn starfsmanna ber að hafa verið í því verkefni) og/eða að það væru hreinlega engar dagsetningar á umbúðunum. Að sögn Óskars hjá Heilbrigðiseftirlitinu er skylt að dagsetningar séu á öllum umbúðum. Þegar um sælgæti sé að ræða er um merkinguna „best fyrir“ -- ekki er um hættulega vöru að ræða en gæðin gætu hafa rýrnað. Að sögn starfsmannanna, sem vildu alls ekki koma fram undir nafni, er þetta vegna þess að Íslensk dreifing pantar verulegt magn inn frá Kína sem fyrirtækið pakkar þá eftir hendinni. Hafþór sleit samtalinu áður en blaðamanni Vísis tókst að koma spurningum að sem snéru að þessu atriði. Því var gripið til þess að senda skriflega fyrirspurn, sjá hér neðar, en Hafþór hefur enn ekki séð sér fært að svara.Skrifleg fyrirspurnHeill og sæll Hafþór! Takk fyrir samtalið áðan. Ég vil ekki kannast við neinn rógburð af hálfu Vísis né að varað hafi verið sérstaklega við sælgætiseggjum sem Íslensk dreifing er með á sínum snærum. En, það er utan efnis. Ég sendi þér hér með tvær fyrirspurnir, eins og þú lagðir til. a) Skv. upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur þú játað að gerð hafi verið mistök í dreifingu þegar sælgæti var sent austur, sælgæti sem svo var dreift meðal barna á Seyðisfirði af hálfu bæjarskrifstofunnar þar. Hafa komið upp önnur tilvik, sem þessi þar sem útrunnið sælgæti hefur komist í dreifingu? Hefur áður verið kvartað undan slíku? b) Tveir fyrrverandi starfsmenn Íslenskrar dreifingar fullyrða við Vísi að frjálslega sé farið með dagsetningar á umbúðum sælgætis sem flutt er inn af Íslenskri dreifingu í gámavís frá Kína. Að þeir hafi jafnvel breytt um dagsetningar á umbúðum og oft sé ekki um neinar dagsetningar að ræða. Hvað vilt þú segja um þetta? Tengdar fréttir Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Sælgætisinnflytjandinn Hafþór Guðmundsson hjá Íslenskri dreifingu segist hafa gert mistök þegar hann sendi löngu útrunnið sælgæti austur á land, sem svo bæjarskrifstofurnar á Seyðisfirði dreifðu meðal barna kauptúnsins á Öskudag. „Við erum búin að vera að skoða málið, erum í sambandi við fyrirtækið og hann viðurkennir að hafa gert mistök, að hafa sent þetta austur,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Hann segir málinu lokið af hálfu heilbrigðiseftirlitsins, engin önnur mál séu í gangi sem snúi að þessu tiltekna fyrirtæki en eðlilegt vakandi auga sé eftir sem áður haft með fyrirtækjum á sviði matvælaframleiðslu og dreifingar.Vísir fjallaði um málið á mánudaginn. Það var 11. febrúar sem Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning um að sælgætið væri löngu útrunnið miðað við dagsetningu, sem var frá árinu 2007, frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Óskar segir sjaldgæft að mál sem snúa að sælgæti komi til umfjöllunar eftirlitsins.Hafþór vill lítt við blaðamann talaMálið hefur valdið nokkrum usla eystra og Austurfrétt, sem fyrst greindi frá málinu hefur fylgt því eftir og greindi frá því að Seyðisfjarðarkaupstaður ætli að bjóða uppá nýtt nammi í dag – ekki er gerð krafa um búning þegar skaðabótunum verður útdeilt. Ekki fylgir sögunni hvaðan nammið kemur.Börnin á Seyðisfirði þurfa ekki að klæða sig upp í búninga til að heimta skaðabæturnar á bæjarskrifstofunum í dag, en söngur væri vel þeginn, segir í tilkynningu. (Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.)visir/stefán.Vísir bar þetta undir Hafþór en þegar náðist í hann var hann hinn snúnasti. Eigilega verður að segjast sem er að hann brást fremur illa við erindinu. Hafþór vildi ekki staðfesta það sem fram kemur í máli Óskars, hann vildi reyndar lítt ræða málið sem slíkt en taldi að sér vegið og talaði um róg fjölmiðla. Þegar Hafþór var spurður hvort einhver önnur dæmi væru um kvartanir sem snéru að útrunnu sælgæti frá Íslenskri dreifingu spurði hann á móti hvort blaðamaður Vísis hefði heimildir um slíkt. Og þegar honum var sagt að svo væri ekki, taldi hann þar með svar liggja fyrir.Flytur inn nammi frá KínaVísir hefur rætt við fyrrverandi starfsmenn Íslenskrar dreifingar sem halda því fram fullum fetum að afar frjálslega væri farið með dagsetningar, dæmi eru um að þeim sé breytt (einn starfsmanna ber að hafa verið í því verkefni) og/eða að það væru hreinlega engar dagsetningar á umbúðunum. Að sögn Óskars hjá Heilbrigðiseftirlitinu er skylt að dagsetningar séu á öllum umbúðum. Þegar um sælgæti sé að ræða er um merkinguna „best fyrir“ -- ekki er um hættulega vöru að ræða en gæðin gætu hafa rýrnað. Að sögn starfsmannanna, sem vildu alls ekki koma fram undir nafni, er þetta vegna þess að Íslensk dreifing pantar verulegt magn inn frá Kína sem fyrirtækið pakkar þá eftir hendinni. Hafþór sleit samtalinu áður en blaðamanni Vísis tókst að koma spurningum að sem snéru að þessu atriði. Því var gripið til þess að senda skriflega fyrirspurn, sjá hér neðar, en Hafþór hefur enn ekki séð sér fært að svara.Skrifleg fyrirspurnHeill og sæll Hafþór! Takk fyrir samtalið áðan. Ég vil ekki kannast við neinn rógburð af hálfu Vísis né að varað hafi verið sérstaklega við sælgætiseggjum sem Íslensk dreifing er með á sínum snærum. En, það er utan efnis. Ég sendi þér hér með tvær fyrirspurnir, eins og þú lagðir til. a) Skv. upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur þú játað að gerð hafi verið mistök í dreifingu þegar sælgæti var sent austur, sælgæti sem svo var dreift meðal barna á Seyðisfirði af hálfu bæjarskrifstofunnar þar. Hafa komið upp önnur tilvik, sem þessi þar sem útrunnið sælgæti hefur komist í dreifingu? Hefur áður verið kvartað undan slíku? b) Tveir fyrrverandi starfsmenn Íslenskrar dreifingar fullyrða við Vísi að frjálslega sé farið með dagsetningar á umbúðum sælgætis sem flutt er inn af Íslenskri dreifingu í gámavís frá Kína. Að þeir hafi jafnvel breytt um dagsetningar á umbúðum og oft sé ekki um neinar dagsetningar að ræða. Hvað vilt þú segja um þetta?
Tengdar fréttir Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Bræðurnir Ragnar og Hafþór standa í ströngu Meðan Ragnar á í vök að verjast með AdaM hótel er Hafþór sakaður um að dreifa löngu útrunnu nammi sem börn á Seyðisfirði hámuðu í sig á Öskudag. 15. febrúar 2016 16:21