Það er löngu uppselt á síðasta heimaleik Kobe með LA Lakers og því kom Arenas með hugmynd fyrir Lakers.
Hann vill að félagið geri við sig tíu daga samning svo hann geti séð kveðjuleik Kobe af bekknum. Arenas segir að Heimsfriður og fleiri séu svo lélegir að hann geti allt eins setið á bekknum.
Arenas er reyndar ekkert sérstaklega kurteis í garð leikmanna Lakers í bón sinni. Hann kallar þá öllum illum nöfnum og vill ekki sitja nálægt þeim. Arenas vill líka fá almennilegt sæti á bekknum og er til í að borga fyrir það.
Skemmtileg hugmynd en ekkert sérstaklega líklegt að það verði af þessu.