„Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 11:51 Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér. Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér.
Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52
Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15
Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02