Reiðarslag fyrir lítið samfélag Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2016 20:00 Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal var í dag úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Sveitarstjórnarmaður í Vík segir málið reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. Maðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í gær. Auk lögreglunnar á Suðurlandi komu sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglan á Suðurnesjum og mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að aðgerðinni. Þá fékk lögreglan aðstoð frá skattrannsóknarstjóra og Vinnumálastofnun vegna málsins. Síðdegis í dag var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars. „Ástæðan fyrir þessum viðbúnaði var að við þurftum að fara á þrjá staði samtímis í húsleit. Aðgerðin gekk mjög vel enda vel skipulögð. Eins og ég segi leituðum við til manna sem að þekkja til og nú er framundan að vinna úr þeim gögnum sem við erum með og rannsóknin mun halda áfram. Hún er á mjög viðkvæmu stigi,“segir Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurlandi.Konurnar sem að frelsaðar voru, hafa þær fengið viðeigandi hjálp? „Við vissulega munum veita þeim þá aðstoð sem þær þurfa. Þær munu fá réttargæslumann. Að öðru leiti get ég ekki tjáð mig um það,“ segir Þorgrímur.Bæjarbúar í miklu áfalli Bæjarbúar í Vík eru í miklu áfalli vegna málsins en enginn nágranna fólksins sem fréttastofa ræddi við kannaðist við að hafa séð konurnar. „Við getum sagt að þetta sé algjört reiðarslag fyrir okkur. Við erum harmi slegin yfir að svona lagað geti þrifist hérna. Þetta kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti, þetta virtist hafa verið svo vel falið. Svo þetta kom okkur verulega á óvart. Það vissi enginn af tilvist þeirra,“ segir Tryggvi Ástþórsson sveitarstjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Alla jafna er ferðamönnum boðið upp á ókeypis skoðunarferðir um verksmiðju Icewear í Vík. Fréttastofu var þó neitað um að taka myndir af saumastofunni í dag.Stýrði saumafyrirtækinu Vonta International Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem hefur verið undirverktaki Icewear og starfað í húsakynnum þeirra. Icewear, sem keypti Víkurprjón árið 2012, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í dag um að fyrirtækið hefði rift samningnum við Vonta International en vildu ekki tjá sig um málið að öðru leiti. Þá var fréttastofu neitað um að taka myndir af verksmiðju Icewear í Vík þrátt fyrir að boðið væri upp á ókeypis skoðunarferðir um hana fyrir ferðamenn. Samkvæmt heimildum fréttastofu unnu konurnar við að ganga frá flíkum sem saumaðar voru af starfsfólki Vonta í húsakynnum Icewear.Lögregla hafði áður haft afskipti af Vonta International Lögreglan hafði áður haft afskipti af starfsemi Vonta International. Skömmu fyrir áramót fór lögreglan að beiðni Verkalýðsfélags Suðurlands á saumastofuna vegna ábendinga um að maðurinn væri með fólk í vinnu sem hefði ekki tilskilin leyfi. Már Guðnason, formaður verkalýðshreyfingar Suðurlands, segir málið litið grafalvarlegum augum. „Þetta er í annað skipti sem þetta kemur upp þarna hjá þessum aðilum þannig við munum fylgja þessu máli eftir af fullum þunga eins og okkur er unt,“ segir Már. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Karlmaður frá Sri Lanka sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum frá sama landi í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal var í dag úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Sveitarstjórnarmaður í Vík segir málið reiðarslag fyrir lítið samfélag en bæjarbúar vissu ekki af tilvist kvennanna. Maðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í gær. Auk lögreglunnar á Suðurlandi komu sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglan á Suðurnesjum og mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að aðgerðinni. Þá fékk lögreglan aðstoð frá skattrannsóknarstjóra og Vinnumálastofnun vegna málsins. Síðdegis í dag var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars. „Ástæðan fyrir þessum viðbúnaði var að við þurftum að fara á þrjá staði samtímis í húsleit. Aðgerðin gekk mjög vel enda vel skipulögð. Eins og ég segi leituðum við til manna sem að þekkja til og nú er framundan að vinna úr þeim gögnum sem við erum með og rannsóknin mun halda áfram. Hún er á mjög viðkvæmu stigi,“segir Þorgrímur Óli Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurlandi.Konurnar sem að frelsaðar voru, hafa þær fengið viðeigandi hjálp? „Við vissulega munum veita þeim þá aðstoð sem þær þurfa. Þær munu fá réttargæslumann. Að öðru leiti get ég ekki tjáð mig um það,“ segir Þorgrímur.Bæjarbúar í miklu áfalli Bæjarbúar í Vík eru í miklu áfalli vegna málsins en enginn nágranna fólksins sem fréttastofa ræddi við kannaðist við að hafa séð konurnar. „Við getum sagt að þetta sé algjört reiðarslag fyrir okkur. Við erum harmi slegin yfir að svona lagað geti þrifist hérna. Þetta kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti, þetta virtist hafa verið svo vel falið. Svo þetta kom okkur verulega á óvart. Það vissi enginn af tilvist þeirra,“ segir Tryggvi Ástþórsson sveitarstjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. Alla jafna er ferðamönnum boðið upp á ókeypis skoðunarferðir um verksmiðju Icewear í Vík. Fréttastofu var þó neitað um að taka myndir af saumastofunni í dag.Stýrði saumafyrirtækinu Vonta International Maðurinn stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem hefur verið undirverktaki Icewear og starfað í húsakynnum þeirra. Icewear, sem keypti Víkurprjón árið 2012, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í dag um að fyrirtækið hefði rift samningnum við Vonta International en vildu ekki tjá sig um málið að öðru leiti. Þá var fréttastofu neitað um að taka myndir af verksmiðju Icewear í Vík þrátt fyrir að boðið væri upp á ókeypis skoðunarferðir um hana fyrir ferðamenn. Samkvæmt heimildum fréttastofu unnu konurnar við að ganga frá flíkum sem saumaðar voru af starfsfólki Vonta í húsakynnum Icewear.Lögregla hafði áður haft afskipti af Vonta International Lögreglan hafði áður haft afskipti af starfsemi Vonta International. Skömmu fyrir áramót fór lögreglan að beiðni Verkalýðsfélags Suðurlands á saumastofuna vegna ábendinga um að maðurinn væri með fólk í vinnu sem hefði ekki tilskilin leyfi. Már Guðnason, formaður verkalýðshreyfingar Suðurlands, segir málið litið grafalvarlegum augum. „Þetta er í annað skipti sem þetta kemur upp þarna hjá þessum aðilum þannig við munum fylgja þessu máli eftir af fullum þunga eins og okkur er unt,“ segir Már.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15
Icewear riftir samningi við mann sem grunaður er um mansal Icewear hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. 19. febrúar 2016 10:50