"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 08:37 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. Hún segir þetta minna á hvernig farið var með gögn sem tengdust Icesave-deilunni á seinasta kjörtímabili. „Fyrir það fyrsta þá er ég búin að vera að kalla eftir þessum gögnum um langa hríð og svo þegar þau berast þinginu þá er það með þeim hætti að það er sleginn á það trúnaður, mjög líkt því sem gert var í Icesave-málinu. [...] En þegar þetta gerist nú í annað sinn, að það séu send gögn til þingsins og það merkt trúnaður, og allir þingmenn hafa eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu, að þá bara einfaldlega get ég ekki sætt mig við það,“ sagði Vigdís í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hún ræddi þessi mál.Ætlar að fara fram á það við forseta þingsins að trúnaðinum verði aflétt Í máli hennar kom fram að í gögnin vantar að minnsta kosti eina fundargerð. Þá sé búið að eiga við skjölin og afmá ákveðna liði sem vísað er í gögnunum. Gekk Vigdís svo langt að kalla þetta skjalafals. „Ég hef óskað eftir því við forseta þingsins að eiga með honum fund þar sem ég ætla að fara yfir þessar trúnaðarreglur og hvort að þingið sjái ekki ástæðu til þess að aflétta þessum trúnaði því það er mjög erfitt fyrir mig sem virðist vera eini þingmaðurinn sem situr á þingi núna að hafa allar þessar upplýsingar sem eru þarna í lokuðu herbergi á nefndarsviði og enginn má komast í og ég má ekki aflétta þessum trúnaði því þarna eru svo alvarlegir hlutir.“Mikilvægt að ná fram kerfisbreytingum til að fyrirbyggja svona hluti Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, var einnig í Eyjunni í gær og sagði málflutning Vigdísar áhugaverðan. Hún kvaðst þá hafa verið að berjast fyrir því að fá gögnin í hendurnar í tvö ár og málið ætti ekki að koma neinum þingmanni á óvart. „Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu,“ sagði Vigdís. Helgi Hrafn sagði þá að eftir sem hann kynntist stjórnsýslunni meira því auðveldara ætti hann með að trúa svona hlutum; að það væri einhver misbrestur í gögnum og jafnvel skjalafals. Vigdís hvatti Helga til að koma með sér í þá vegferð í að aflétta leynd af gögnunum og tók Helgi vel í það. Hann sagði þó jafnframt mikilvægt að fara í kerfisbreytingar til að koma í veg fyrir að svona lagað ætti sér stað. „Kerfisbreytingar sem gera meira til að fyrirbyggja svona hluti, þannig að það sé á hreinu fyrirfram. Hvernig á málsmeðferðin að vera, hvernig lýðræðiskerfið eigi að virka og svo framvegis. En ég hlakka til að skoða þetta,“ sagði Helgi Hrafn. Sjá má umræður Vigdísar og Helga Hrafns í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Vigdís ræddi málin einnig í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira