Adele bannar Donald Trump að nota tónlistina hennar í kosningabaráttunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 14:00 Adele vísir/getty Breska söngkonan Adele segist aldrei hafa gefið Donald Trump leyfi til að nota tónlistina hennar í kosningabaráttu sinni. Trump, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, hefur ítrekað spilað lagið “Rolling in the Deep” af annarri sólóplötu Adele, 21, á viðburðum í baráttunni en lagið er þá gjarnan spilað sem upphitunarlag fyrir frambjóðandann áður en hann stígur á svið. Samkvæmt frétt á vef Independent hefur Adele látið Trump vita að hann hafi ekki leyfi til að nota tónlistina hennar í kosningabaráttunni en auk “Rolling in the Deep” þá hefur lagið “Skyfall,” úr samnefndri Bond-kvikmynd, hljómað á viðburðum Trump. Þá kemur fram í svari frá talsmanni söngkonunnar að Adele hafi aldrei leyft neinum að nota tónlistina hennar í pólitískum tilgangi. Adele er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem leggst gegn því að Trump noti tónlistina þeirra. Þannig skipaði Steven Tyler, söngvari hljómsveitarinnar Aerosmith, Trump að hætta nota ballöðuna “Dream On” á kosningaviðburðum. Þá vildi Michael Stipe, söngvari hljómsveitarinnar REM, ekki að Trump notaði lag sveitarinnar “It’s the End of the World as We Know IT (And I Feel Fine).” Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosið í Iowa Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig. 1. febrúar 2016 07:05 Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Breska söngkonan Adele segist aldrei hafa gefið Donald Trump leyfi til að nota tónlistina hennar í kosningabaráttu sinni. Trump, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, hefur ítrekað spilað lagið “Rolling in the Deep” af annarri sólóplötu Adele, 21, á viðburðum í baráttunni en lagið er þá gjarnan spilað sem upphitunarlag fyrir frambjóðandann áður en hann stígur á svið. Samkvæmt frétt á vef Independent hefur Adele látið Trump vita að hann hafi ekki leyfi til að nota tónlistina hennar í kosningabaráttunni en auk “Rolling in the Deep” þá hefur lagið “Skyfall,” úr samnefndri Bond-kvikmynd, hljómað á viðburðum Trump. Þá kemur fram í svari frá talsmanni söngkonunnar að Adele hafi aldrei leyft neinum að nota tónlistina hennar í pólitískum tilgangi. Adele er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem leggst gegn því að Trump noti tónlistina þeirra. Þannig skipaði Steven Tyler, söngvari hljómsveitarinnar Aerosmith, Trump að hætta nota ballöðuna “Dream On” á kosningaviðburðum. Þá vildi Michael Stipe, söngvari hljómsveitarinnar REM, ekki að Trump notaði lag sveitarinnar “It’s the End of the World as We Know IT (And I Feel Fine).”
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kosið í Iowa Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig. 1. febrúar 2016 07:05 Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Kosið í Iowa Fyrstu forkosningarnar í Bandaríkjunum þar sem stærstu flokkarnir tveir velja sér forsetaframbjóðanda verða í Iowa ríki í kvöld. Frambjóðendur beggja flokka reyna nú að sannfæra fólk um að mæta á kjörstað og velja sig. 1. febrúar 2016 07:05
Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Trump og Fox í hár saman Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum. 28. janúar 2016 07:18
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00