Skotsýning Steph Curry ekkert síðri í draugsýn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2016 23:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti magnaðan leik í nótt þegar hann leiddi lið Golden State Warriors til 45. sigursins í 49 leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. Warriors vann þá 134-121 útisigur á Washington Wizards og Curry skoraði 51 stig á aðeins 36 mínútum. Framganga besta leikmanns síðasta tímabils í fyrri hálfleik þessa leiks er ein rosalegasta skotsýning sem hefur sést í NBA-deildinni. Stephen Curry hitti úr 13 af 14 skotum sínum í fyrri hálfleiknum og skoraði alls 36 stig í hálfleiknum. Hann kólnaði aðeins niður í þeim seinni en náði engu að síður að skora 50 stig í annað skiptið á ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá skotkortið hans Curry í öllum fyrri hálfleiknum en hann skoraði 25 af 36 stigum sínum í hálfleiknum strax í fyrsta leikhlutanum.Most 35-Point Halves - Last 10 SeasonsStephen Curry 3Klay Thompson 2LeBron James 2Carmelo Anthony 2 pic.twitter.com/eGVeaREJVl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 4, 2016 Curry skoraði alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum en hann hitti úr 11 af 16 langskotum sínum. Þessar ellefu þriggja stiga körfur þýða að Stephen Curry er þegar kominn inn á topp tíu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann á samt ennþá eftir að spila 35 leiki. Curry hafði "bara" skorað samtals 50 stig og ellefu þriggja stiga körfur í þremur leikjum á undan þessum og talaði sjálfur um það eftir leikin að honum fannst hann þurfa að keyra sig aftur í gang í þessum leik á móti Washington Wizards. Kannski hafði það líka góð áhrif að Stephen Curry að hann heimsækir forsetann í dag þar sem NBA-meistarar Golden State Warriors verða heiðraðir af Barak Obama forseta. NBA-deildin var auðvitað dugleg að taka saman skemmtileg myndbönd frá þessari skotsýningu Stephen Curry og það er ljóst að það leiðist engum körfuboltáhugamanni að horfa á þessi myndbönd aftur og aftur. Eitt myndabandanna er tekið upp í draugsýn og skotsýning Stephen Curry er alls ekki síðri í draugsýn. NBA Tengdar fréttir NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00 Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15 Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08 Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15 Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Stephen Curry átti magnaðan leik í nótt þegar hann leiddi lið Golden State Warriors til 45. sigursins í 49 leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. Warriors vann þá 134-121 útisigur á Washington Wizards og Curry skoraði 51 stig á aðeins 36 mínútum. Framganga besta leikmanns síðasta tímabils í fyrri hálfleik þessa leiks er ein rosalegasta skotsýning sem hefur sést í NBA-deildinni. Stephen Curry hitti úr 13 af 14 skotum sínum í fyrri hálfleiknum og skoraði alls 36 stig í hálfleiknum. Hann kólnaði aðeins niður í þeim seinni en náði engu að síður að skora 50 stig í annað skiptið á ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá skotkortið hans Curry í öllum fyrri hálfleiknum en hann skoraði 25 af 36 stigum sínum í hálfleiknum strax í fyrsta leikhlutanum.Most 35-Point Halves - Last 10 SeasonsStephen Curry 3Klay Thompson 2LeBron James 2Carmelo Anthony 2 pic.twitter.com/eGVeaREJVl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 4, 2016 Curry skoraði alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum en hann hitti úr 11 af 16 langskotum sínum. Þessar ellefu þriggja stiga körfur þýða að Stephen Curry er þegar kominn inn á topp tíu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili en hann á samt ennþá eftir að spila 35 leiki. Curry hafði "bara" skorað samtals 50 stig og ellefu þriggja stiga körfur í þremur leikjum á undan þessum og talaði sjálfur um það eftir leikin að honum fannst hann þurfa að keyra sig aftur í gang í þessum leik á móti Washington Wizards. Kannski hafði það líka góð áhrif að Stephen Curry að hann heimsækir forsetann í dag þar sem NBA-meistarar Golden State Warriors verða heiðraðir af Barak Obama forseta. NBA-deildin var auðvitað dugleg að taka saman skemmtileg myndbönd frá þessari skotsýningu Stephen Curry og það er ljóst að það leiðist engum körfuboltáhugamanni að horfa á þessi myndbönd aftur og aftur. Eitt myndabandanna er tekið upp í draugsýn og skotsýning Stephen Curry er alls ekki síðri í draugsýn.
NBA Tengdar fréttir NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00 Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15 Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08 Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15 Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
NBA: Curry fór á kostum og Golden State lék sér að San Antonio | Myndbönd Það var lítil spenna í uppgjöri tveggja efstu liða NBA-deildarinnar í nótt því NBA-meistararnir í Golden State Warriors höfðu mikla yfirburði á móti San Antonio Spurs. Cleveland vann sinn fyrsta leik undir stjórn Tyronn Lue, DeMarcus Cousins setti nýtt stigamet hjá Sacramento Kings og Dwyane Wade lék vel í sigri Miami Heat á Chicago Bulls. 26. janúar 2016 09:00
Enn ein þrennan hjá Green í öruggum sigri meistaranna | Myndbönd Golden State byrjaði hægt en gekk svo frá New York Knicks í Garðinum. 1. febrúar 2016 07:15
Curry fór hamförum í enn einum heimasigri Golden State | Myndbönd Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 23. janúar 2016 11:08
Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Stephen Curry skoraði 51 stig í enn einum sigri meistaranna í NBA-deildinni. 4. febrúar 2016 07:15
Curry fór illa með James Liðin sem mættust í lokaúrslitunum í fyrra mættust aftur í nótt og Golden State Warriors vann stórsigur. 19. janúar 2016 09:00