Það versta afstaðið á Patreksfirði en bætir enn í snjóinn frameftir degi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 08:54 Rýmingarkort af Patreksfirði. Mikið hefur dregið úr snjókomu á Patreksfirði en hættustig vegna snjóflóðahættu verður þó að öllum líkindum í gildi fram eftir degi þar sem áfram mun snjóa í bænum. Þetta segir Tómas Jóhannesson hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Í gær voru sex hús í bænum rýmd og segir Tómas að rýmingunni verði væntanlega ekki aflétt fyrr en veðrið hefur gengið niður seinna í dag. Þó hafa vaktmenn fyrir vestan ekki orðið varir við að nein flóð hafi fallið á því svæði á Patreksfirði þar sem hús voru rýmd en menn hafi varann á. „Það versta er afstaðið en það heldur áfram að bæta í snjóinn í dag. Þetta er mikil snjókoma miðað við þá úrkomu sem er vanalega þegar það snjóar en úrkoman síðan í gærkvöldi á Patreksfirði er komin í 50 millimetra og það bætir enn í mælinn,“ segir Tómas. Hann segir að mun meira hafi snjóað á Patreksfirði og Tálknafirði en annars staðar á Vestfjörðum. Þannig hafi ekki verið mjög mikil úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum en mikill skafrenningur og ófærð vegna veðurhæðar. Þá segir Tómas að menn séu með varann á sér á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. „Það er fyrst og fremst ákveðinn viðbúnaður í sambandi við vegi í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði og svo hafa menn verið að ræða hættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi en við höfum ekki séð nein flóð þar enn sem komið er. Þarna er þetta fyrst og fremst skafrenningur og veðurhæð sem menn hafa áhyggjur af að geti komið einhverju af stað.“ Einnig er fylgst með fjöllum á Austurlandi en mikil úrkoma var þar í gær og nótt en veðrið hefur nú gengið niður. Sjá nánar um snjóflóðahættu á vef Veðurstofunnar. Veður Tengdar fréttir Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Mikið hefur dregið úr snjókomu á Patreksfirði en hættustig vegna snjóflóðahættu verður þó að öllum líkindum í gildi fram eftir degi þar sem áfram mun snjóa í bænum. Þetta segir Tómas Jóhannesson hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Í gær voru sex hús í bænum rýmd og segir Tómas að rýmingunni verði væntanlega ekki aflétt fyrr en veðrið hefur gengið niður seinna í dag. Þó hafa vaktmenn fyrir vestan ekki orðið varir við að nein flóð hafi fallið á því svæði á Patreksfirði þar sem hús voru rýmd en menn hafi varann á. „Það versta er afstaðið en það heldur áfram að bæta í snjóinn í dag. Þetta er mikil snjókoma miðað við þá úrkomu sem er vanalega þegar það snjóar en úrkoman síðan í gærkvöldi á Patreksfirði er komin í 50 millimetra og það bætir enn í mælinn,“ segir Tómas. Hann segir að mun meira hafi snjóað á Patreksfirði og Tálknafirði en annars staðar á Vestfjörðum. Þannig hafi ekki verið mjög mikil úrkoma á norðanverðum Vestfjörðum en mikill skafrenningur og ófærð vegna veðurhæðar. Þá segir Tómas að menn séu með varann á sér á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. „Það er fyrst og fremst ákveðinn viðbúnaður í sambandi við vegi í Dalsmynni og Ljósavatnsskarði og svo hafa menn verið að ræða hættu á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi en við höfum ekki séð nein flóð þar enn sem komið er. Þarna er þetta fyrst og fremst skafrenningur og veðurhæð sem menn hafa áhyggjur af að geti komið einhverju af stað.“ Einnig er fylgst með fjöllum á Austurlandi en mikil úrkoma var þar í gær og nótt en veðrið hefur nú gengið niður. Sjá nánar um snjóflóðahættu á vef Veðurstofunnar.
Veður Tengdar fréttir Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Enn er hvassviðrði og stormur á norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. 5. febrúar 2016 07:38