Hlutabréf LinkedIn í frjálsu falli Sæunn Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2016 14:10 Frá höfuðstöðvum LinkedIn. Vísir/Getty Hlutabréf í samfélagsmiðlinum LinkedIn hrundu í viðskiptum fyrir opnun markaðar í dag og hafa nú klukkan hálf ellefu í Bandaríkjunum fallið um 38 prósent frá lokun markaða í gær. LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. Forsvarsmenn félagsins spá 820 milljóna dollara tekjum, jafnvirði 104 milljarða íslenskra króna, en sérfræðingar höfðu spáð 868,3 milljónum dollara í tekjur, jafnvirði 110 milljarða íslenskra króna. Tekjur á hvern hlut verða því 27 prósent lægri en spáð hafði verið. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs reyndist ágætur hjá félaginu. Nýtt smáforrit LinkedIn kom á markaðinn og notendum fjölgaði um 19 prósent í 414 milljónir. Ástæða þess að hlutabréf félagsins féllu gríðarlega í morgun er talin vera að fjárfestar töldu að vöxtur fyrirtækisins myndi halda áfram að vera jafn góður á árinu 2016. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf í samfélagsmiðlinum LinkedIn hrundu í viðskiptum fyrir opnun markaðar í dag og hafa nú klukkan hálf ellefu í Bandaríkjunum fallið um 38 prósent frá lokun markaða í gær. LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. Forsvarsmenn félagsins spá 820 milljóna dollara tekjum, jafnvirði 104 milljarða íslenskra króna, en sérfræðingar höfðu spáð 868,3 milljónum dollara í tekjur, jafnvirði 110 milljarða íslenskra króna. Tekjur á hvern hlut verða því 27 prósent lægri en spáð hafði verið. Fjórði ársfjórðungur síðasta árs reyndist ágætur hjá félaginu. Nýtt smáforrit LinkedIn kom á markaðinn og notendum fjölgaði um 19 prósent í 414 milljónir. Ástæða þess að hlutabréf félagsins féllu gríðarlega í morgun er talin vera að fjárfestar töldu að vöxtur fyrirtækisins myndi halda áfram að vera jafn góður á árinu 2016.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira