Bollurnar seldust upp Birta Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 19:30 Bolludagurinn er á morgun en margir tóku forskot á sæluna nú um helgina, föndruðu bolluvendi og bökuðu. Rjómabollurnar seldust meira að segja upp í verslun einni í Reykjavík í dag. Bollur og bolluvendir hafa verið árleg hefð hér á landi undanfarin 100 ár eða svo þó uppruna áts við upphaf föstu megi rekja lengra aftur. Dagurinn er í miklu uppáhaldi hjá fjölda landsmanna og er undirbúningur með ýmsum hætti. Á Borgarbókasafninu í Grófinni voru til að mynda margir í óðaönn að föndra öskupoka og bolluvendi þegar fréttastofu bar að garði fyrr í dag. Þeirra á meðal var hin níu ára Kristín sem vissi nákvæmlega til hvers bolluvöndurinn er notaður, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Föndursmiðjan fór fram á vegum bókasafnsins í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið. Viðskiptavinir verslunarinnar 17 sortir úti á Granda tóku forskot á sæluna nú um helgina og svo hraustlega að þegar fréttastofa kom á staðinn um miðjan dag voru allar bollurnar búnar. „Þetta er fyrsti bolludagurinn okkar hérna svo við renndum blint í sjóinn með þetta. Við gerðum um þúsund bollur og opnuðum klukkan 11. Nú klukkan þrjú eru svo allar bollurnar búnar,” sagði Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 sorta. Fréttastofa náði í skottið á viðskiptavinunum sem náðu að kaupa síðustu bollurnar í búðinni. Það voru mæðginin Gréta og Friðrik sem voru alsæl með fenginn og hugðist Friðrik taka bollurnar með sér í nesti í skólann á morgun. Bolludagur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Bolludagurinn er á morgun en margir tóku forskot á sæluna nú um helgina, föndruðu bolluvendi og bökuðu. Rjómabollurnar seldust meira að segja upp í verslun einni í Reykjavík í dag. Bollur og bolluvendir hafa verið árleg hefð hér á landi undanfarin 100 ár eða svo þó uppruna áts við upphaf föstu megi rekja lengra aftur. Dagurinn er í miklu uppáhaldi hjá fjölda landsmanna og er undirbúningur með ýmsum hætti. Á Borgarbókasafninu í Grófinni voru til að mynda margir í óðaönn að föndra öskupoka og bolluvendi þegar fréttastofu bar að garði fyrr í dag. Þeirra á meðal var hin níu ára Kristín sem vissi nákvæmlega til hvers bolluvöndurinn er notaður, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Föndursmiðjan fór fram á vegum bókasafnsins í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið. Viðskiptavinir verslunarinnar 17 sortir úti á Granda tóku forskot á sæluna nú um helgina og svo hraustlega að þegar fréttastofa kom á staðinn um miðjan dag voru allar bollurnar búnar. „Þetta er fyrsti bolludagurinn okkar hérna svo við renndum blint í sjóinn með þetta. Við gerðum um þúsund bollur og opnuðum klukkan 11. Nú klukkan þrjú eru svo allar bollurnar búnar,” sagði Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 sorta. Fréttastofa náði í skottið á viðskiptavinunum sem náðu að kaupa síðustu bollurnar í búðinni. Það voru mæðginin Gréta og Friðrik sem voru alsæl með fenginn og hugðist Friðrik taka bollurnar með sér í nesti í skólann á morgun.
Bolludagur Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira