Skítt með innihaldið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Forval stendur nú yfir fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og eins og vanalega er öll umgjörð í kringum kosningabaráttuna mun yfirgengilegri en sú sem við eigum að venjast hér á landi. Frambjóðendur fljúga ríkja á milli, halda innblásnar þrumuræður og smella einum rennblautum á öll ungbörn sem þeir komast í tæri við. Í yfirdrifnum og þjóðrembingslegum framboðsauglýsingum er hefð fyrir því að fara ekki í málefnin nema að vaða duglega í manninn í leiðinni. Ekki er verra ef hægt er að moka einhverjum beinagrindum úr skáp mótherjans. Óábyrgri notkun á netpósti, framhjáhöldum, mannáti – allt er leyfilegt og barist er til síðasta blóðdropa. Það má margt segja um Bandaríkin en því verður ekki neitað að Kaninn kann að búa til „sjóv“. Það skipti engu máli þó ég kynni ekki reglur leiksins þegar ég var dreginn á hafnaboltaleik í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Ég sat bara sáttur með frauðputtann minn, hakkaði í mig hnetur og sönglaði með heimamönnum í takt við falska orgelið á milli þess sem orrustuþotur flugu yfir völlinn. Ég man ekki einu sinni hvort liðið vann. Sjóvið var það sem upp úr stóð, alveg eins og í pólitíkinni. Á Íslandi er kosningabarátta smærri í sniðum. Fólk þiggur Bragakaffi og þurrar kleinur á kosningaskrifstofum frambjóðendanna og spjallar um jarðgöng og flugvelli. Þeir allra heppnustu fá kannski barmmerki eða blöðru. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt til lengdar. Af hverju ekki að hætta að pæla svona mikið í innihaldinu og fara að gefa umgjörðinni meiri gaum? Svona fyrst að innihaldið er hvort eð er ekki betra en Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Næst kýs ég þann sem býður upp á orrustuþotur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Forval stendur nú yfir fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum og eins og vanalega er öll umgjörð í kringum kosningabaráttuna mun yfirgengilegri en sú sem við eigum að venjast hér á landi. Frambjóðendur fljúga ríkja á milli, halda innblásnar þrumuræður og smella einum rennblautum á öll ungbörn sem þeir komast í tæri við. Í yfirdrifnum og þjóðrembingslegum framboðsauglýsingum er hefð fyrir því að fara ekki í málefnin nema að vaða duglega í manninn í leiðinni. Ekki er verra ef hægt er að moka einhverjum beinagrindum úr skáp mótherjans. Óábyrgri notkun á netpósti, framhjáhöldum, mannáti – allt er leyfilegt og barist er til síðasta blóðdropa. Það má margt segja um Bandaríkin en því verður ekki neitað að Kaninn kann að búa til „sjóv“. Það skipti engu máli þó ég kynni ekki reglur leiksins þegar ég var dreginn á hafnaboltaleik í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Ég sat bara sáttur með frauðputtann minn, hakkaði í mig hnetur og sönglaði með heimamönnum í takt við falska orgelið á milli þess sem orrustuþotur flugu yfir völlinn. Ég man ekki einu sinni hvort liðið vann. Sjóvið var það sem upp úr stóð, alveg eins og í pólitíkinni. Á Íslandi er kosningabarátta smærri í sniðum. Fólk þiggur Bragakaffi og þurrar kleinur á kosningaskrifstofum frambjóðendanna og spjallar um jarðgöng og flugvelli. Þeir allra heppnustu fá kannski barmmerki eða blöðru. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt til lengdar. Af hverju ekki að hætta að pæla svona mikið í innihaldinu og fara að gefa umgjörðinni meiri gaum? Svona fyrst að innihaldið er hvort eð er ekki betra en Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Næst kýs ég þann sem býður upp á orrustuþotur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun