Þórunn Antonía svarar Bubba: „Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 11:41 Það andar köldu á milli Bubba og Þórunnar Antoníu þessa dagana. vísir/andri marinó Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi í athugasemdakerfi Vísis við frétt frá því í gærkvöldi þar sem sagt var frá því að svo virtist sem Bubbi hefði misst þolinmæðina gagnvart söngkonunni en deilur þeirra hafa verið fyrirferðarmiklar seinustu daga.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virði Í fréttinni sem Þórunn Antonía skrifar við er greint frá nokkrum tístum Bubba á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að það sé búið að gjaldfella orðið einelti en í helgarviðtali Fréttablaðsins á laugardag sagði Þórunn Antonía frá einelti sem hún varð fyrir af hálfu samstarfsmanns síns þegar hún var dómari í Ísland Got Talent.Sjá einnig: Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Hún nafngreindi ekki gerandann en Bubbi greindi síðan frá því á Facebook-síðu að hann væri sá sem Þórunn væri að tala um. Kvaðst hann hafa beðið hana afsökunar og nefndi í þessu samhengi tvö atvik. Í athugasemd sinni vísar Þórunn í skilgreininguna á einelti og segir: „Einelti = Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.“Sjá einnig: Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega húmorslaus og viðkvæm að finnast það ekki fyndið“ Þá segir Þórunn það ekki satt að aðeins sé um tvö atvik að ræða heldur hafi Bubbi sýnt af sér ljóta hegðun „sem stóð yfir í margar vikur.“ Hún segir að um sé að ræða sína upplifun af atburðum: „[...] ekki vegna viðkvæmni eða hormóna heldur vegna þess að manneskjan hagaði sér illa. Nú aftur á internetinu. Maður tekur forsíðuviðtal um mig og snýr því um hann sjálfan eins og honum einum er lagið. Þetta viðtal er sterkt og ég er sterk, ég er ekki fórnarlamb og það tekur styrk að vera auðmjúkur, tala frá hjartanu og að taka erfiðar reynslur og snúa þeim upp í jákvæða braut.“ Þórunn fer síðan yfir það að viðtalið við hana hafi snúist um „margt miklu stærra“ en Bubba, meðal annars að afmá glansmyndir og að skila skömminni. Hún segir síðan: „Ég var spurð um upplifun mína á þessu verkefni og svaraði í hreinskilni. Ég nafngreindi engan, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram. Eitt fallegt orð sem allir sem fara yfir strikið gætu lært að segja og skrifa er fyrirgefðu. Bara Fyrirgefðu. Án réttlætinga, án háðs í garð þess sem finnst á sér brotið og án lyga og hroka. Ekki sem twitter færsla, ekki sem facebook status á síðu sem ég hef ekki aðgang að. Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka. Afsökunarbeiðni er eitt einlægt orð. Fyrirgefðu. Ég trúi varla að ég sé hér að þurfa að svara þessu á kommenta kerfi en Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00 Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi í athugasemdakerfi Vísis við frétt frá því í gærkvöldi þar sem sagt var frá því að svo virtist sem Bubbi hefði misst þolinmæðina gagnvart söngkonunni en deilur þeirra hafa verið fyrirferðarmiklar seinustu daga.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virði Í fréttinni sem Þórunn Antonía skrifar við er greint frá nokkrum tístum Bubba á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að það sé búið að gjaldfella orðið einelti en í helgarviðtali Fréttablaðsins á laugardag sagði Þórunn Antonía frá einelti sem hún varð fyrir af hálfu samstarfsmanns síns þegar hún var dómari í Ísland Got Talent.Sjá einnig: Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Hún nafngreindi ekki gerandann en Bubbi greindi síðan frá því á Facebook-síðu að hann væri sá sem Þórunn væri að tala um. Kvaðst hann hafa beðið hana afsökunar og nefndi í þessu samhengi tvö atvik. Í athugasemd sinni vísar Þórunn í skilgreininguna á einelti og segir: „Einelti = Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.“Sjá einnig: Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega húmorslaus og viðkvæm að finnast það ekki fyndið“ Þá segir Þórunn það ekki satt að aðeins sé um tvö atvik að ræða heldur hafi Bubbi sýnt af sér ljóta hegðun „sem stóð yfir í margar vikur.“ Hún segir að um sé að ræða sína upplifun af atburðum: „[...] ekki vegna viðkvæmni eða hormóna heldur vegna þess að manneskjan hagaði sér illa. Nú aftur á internetinu. Maður tekur forsíðuviðtal um mig og snýr því um hann sjálfan eins og honum einum er lagið. Þetta viðtal er sterkt og ég er sterk, ég er ekki fórnarlamb og það tekur styrk að vera auðmjúkur, tala frá hjartanu og að taka erfiðar reynslur og snúa þeim upp í jákvæða braut.“ Þórunn fer síðan yfir það að viðtalið við hana hafi snúist um „margt miklu stærra“ en Bubba, meðal annars að afmá glansmyndir og að skila skömminni. Hún segir síðan: „Ég var spurð um upplifun mína á þessu verkefni og svaraði í hreinskilni. Ég nafngreindi engan, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram. Eitt fallegt orð sem allir sem fara yfir strikið gætu lært að segja og skrifa er fyrirgefðu. Bara Fyrirgefðu. Án réttlætinga, án háðs í garð þess sem finnst á sér brotið og án lyga og hroka. Ekki sem twitter færsla, ekki sem facebook status á síðu sem ég hef ekki aðgang að. Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka. Afsökunarbeiðni er eitt einlægt orð. Fyrirgefðu. Ég trúi varla að ég sé hér að þurfa að svara þessu á kommenta kerfi en Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00 Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55
Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00
Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35
Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24