Brá mikið við símtal frá lögreglunni Birta Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2016 19:30 Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín. Flóttamenn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín.
Flóttamenn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira