Helmingur tekna Valitor kemur frá útlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 13:29 Borgun og Valitor gætu hagnast vel á yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem um þrjú þúsund fjármálafyrirtæki í Evrópu eiga. vísir/stefán Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor. Borgunarmálið Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor gætu hagnast um stórar fjárhæðir samþykki eftirlitsstofnanir í Evrópu yfirtöku á Visa Europe sem nú er í eigu um þrjú þúsund fjármálafyrirtækja í Evrópu. Forstjóri Valitor segir helming tekna fyrirtækisins nú koma frá útlöndum meðal annars vegna þróun hugbúnaðar hér á landi. Í nóvember var gerður samningur um yfirtöku Visa International Service á Visa Europe sem íslensku kortafyrirtækin Borgun og Valitor eiga hluta í ásamt um þrjú þúsund fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Hlutur Valitor er mun stærri en Borgunar. Í Morgunblaðinu í dag er fyllyrt sammkvæmt heimildum blaðsins að yfirtakan gæti fært íslensku fyrirtækjunum vel á annan tug milljarða króna. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor reiknar með að það liggi fyrir á öðrum ársfjórðungi þessa árs hvort eftirlitsstofnanir í Evrópu samþykki yfirtökuna. „Það eru líkur á því að töluverð verðmæti muni skila sér til Valitor. En hins vegar eru viðrkiptin ekki alveg frágengin. Það var tilkynnt um þau í nóvember í fyrra. En það eru ennþá fyrirvarar og endanleg upphæð liggur ekki fyrir,“ segir Viðar. Hins vegar sé um verulegar upphæðir að ræða. Viðar segir að ef þetta gangi eftir sé uppbygging Valitor í útlöndum að skila sér vel í þessum viðskiptum. „Það er uppskera vinnu síðustu þriggja ára. Í dag er okkar velta í útlöndum um fimmtíu prósent af umsvifum félagsins. Þannig að það er mjög jákvætt finnst okkur,“ sagði Viðar. Ef kaupin gangi eftir styrki þau gjaldeyrisforða þjóðarinnar en efli einnig Valitor sem hafi rekið öfla hugbúnaðarþróunarstarfsemi sem nýtist á alþjóðavísu.Eruð þið framarlega í þróun hugbúnaðar í kortaviðskiptum? „Já ég fullyrði það og eins og ég segi okkar umsvif í útlöndum hafa verið að vaxa mjög síðustu árin. Það endurspeglar að við höfum unnið af miklum krafti í mörg, mörg ár; rauninni í yfir þrjátíu ár, að því að þróa hugbúnað og núna að flytja út íslenskt hugvit. Þetta er kannski ein birtingarmyndin af því,“ segir Viðar.Þannig að þið eruð ekki bara að flytja til peninga heldur líka vinna þróunarstarf? „Algjörlega. Við erum með eina stærstu hugbúnaðarþróunardeild hér á landi. Þannig að þetta gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor.
Borgunarmálið Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira