Hrói höttur sópar að sér verðlaunum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:00 Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar, er hæstánægður með verðlaunin. Vísir/Ernir Vesturport stóð á mánudaginn uppi sem sigurvegari hjá Broadway World samtökunum fyrir bestu sýninguna í Toronto árið 2015. Sýningin Í hjarta Hróa hattar sigraði í 8 flokkum, meðal annars sem besta leiksýningin, fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmyndina og bestu búningana. „Toronto er stærsta leikhúsborg Kanada og valnefndin er samsett af bransafólki frá allri Norður-Ameríku svo það er virkilega gaman að fá viðurkenningu frá þessu fólki. Þetta er einstaklega gott fyrir okkur þar sem við erum íslenskur hópur með breska þjóðsögu og fáum svona flott verðlaun,“ segir Gísli Örn Garðarsson hæstánægður með verðlaunin.Gísli ásamt Berki Jónssyni, leikmyndahönnuði sýningarinnar.Vesturportshópurinn hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sýninguna og mætti segja að stærsti sigur hans hafi komið með þessum verðlaunum. Toronto er ein stærsta leikhúsborg Kanada og fjöldinn allur af eftirsóttustu sýningum í Ameríku fer þar í gegn, þetta hlýtur að opna mikla möguleika fyrir sýninguna? „Já, svo sannarlega, það eru alls konar viðræður í gangi og er sýningin líklega að fara til Bandaríkjanna á næstunni. Það stóð alltaf til að sýningin færi á Broadway og mætti eiginlega segja að hún sé eins og flugvél sem bíður eftir lendingarplássi þar. Í dag eru þeir jafnvel að skoða að sýna Hróa hött á fleiri stöðum í Bandaríkjunum svo það er nóg fram undan hjá okkur,“ segir hann. Í hjarta Hróa hattar er sýnd í Þjóðleikhúsinu og er Gísli Örn ánægður með viðtökurnar. „Það er frábært hvað sýningin er að fá góð viðbrögð hérna heima. Þó að Hrói höttur sé ekki okkar þjóðsaga virðist sýningin hafa snert einhvern góðan streng og það mætti segja að sýningin nái til breiðs hóps og virki fyrir alla, bæði þá sem eru að fara með börn og unglinga í leikhús og líka fyrir fullorðna,“ segir Gísli Örn. Menning Tengdar fréttir Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47 Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Vesturport stóð á mánudaginn uppi sem sigurvegari hjá Broadway World samtökunum fyrir bestu sýninguna í Toronto árið 2015. Sýningin Í hjarta Hróa hattar sigraði í 8 flokkum, meðal annars sem besta leiksýningin, fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmyndina og bestu búningana. „Toronto er stærsta leikhúsborg Kanada og valnefndin er samsett af bransafólki frá allri Norður-Ameríku svo það er virkilega gaman að fá viðurkenningu frá þessu fólki. Þetta er einstaklega gott fyrir okkur þar sem við erum íslenskur hópur með breska þjóðsögu og fáum svona flott verðlaun,“ segir Gísli Örn Garðarsson hæstánægður með verðlaunin.Gísli ásamt Berki Jónssyni, leikmyndahönnuði sýningarinnar.Vesturportshópurinn hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sýninguna og mætti segja að stærsti sigur hans hafi komið með þessum verðlaunum. Toronto er ein stærsta leikhúsborg Kanada og fjöldinn allur af eftirsóttustu sýningum í Ameríku fer þar í gegn, þetta hlýtur að opna mikla möguleika fyrir sýninguna? „Já, svo sannarlega, það eru alls konar viðræður í gangi og er sýningin líklega að fara til Bandaríkjanna á næstunni. Það stóð alltaf til að sýningin færi á Broadway og mætti eiginlega segja að hún sé eins og flugvél sem bíður eftir lendingarplássi þar. Í dag eru þeir jafnvel að skoða að sýna Hróa hött á fleiri stöðum í Bandaríkjunum svo það er nóg fram undan hjá okkur,“ segir hann. Í hjarta Hróa hattar er sýnd í Þjóðleikhúsinu og er Gísli Örn ánægður með viðtökurnar. „Það er frábært hvað sýningin er að fá góð viðbrögð hérna heima. Þó að Hrói höttur sé ekki okkar þjóðsaga virðist sýningin hafa snert einhvern góðan streng og það mætti segja að sýningin nái til breiðs hóps og virki fyrir alla, bæði þá sem eru að fara með börn og unglinga í leikhús og líka fyrir fullorðna,“ segir Gísli Örn.
Menning Tengdar fréttir Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47 Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47
Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18