Hrói höttur sópar að sér verðlaunum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:00 Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar, er hæstánægður með verðlaunin. Vísir/Ernir Vesturport stóð á mánudaginn uppi sem sigurvegari hjá Broadway World samtökunum fyrir bestu sýninguna í Toronto árið 2015. Sýningin Í hjarta Hróa hattar sigraði í 8 flokkum, meðal annars sem besta leiksýningin, fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmyndina og bestu búningana. „Toronto er stærsta leikhúsborg Kanada og valnefndin er samsett af bransafólki frá allri Norður-Ameríku svo það er virkilega gaman að fá viðurkenningu frá þessu fólki. Þetta er einstaklega gott fyrir okkur þar sem við erum íslenskur hópur með breska þjóðsögu og fáum svona flott verðlaun,“ segir Gísli Örn Garðarsson hæstánægður með verðlaunin.Gísli ásamt Berki Jónssyni, leikmyndahönnuði sýningarinnar.Vesturportshópurinn hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sýninguna og mætti segja að stærsti sigur hans hafi komið með þessum verðlaunum. Toronto er ein stærsta leikhúsborg Kanada og fjöldinn allur af eftirsóttustu sýningum í Ameríku fer þar í gegn, þetta hlýtur að opna mikla möguleika fyrir sýninguna? „Já, svo sannarlega, það eru alls konar viðræður í gangi og er sýningin líklega að fara til Bandaríkjanna á næstunni. Það stóð alltaf til að sýningin færi á Broadway og mætti eiginlega segja að hún sé eins og flugvél sem bíður eftir lendingarplássi þar. Í dag eru þeir jafnvel að skoða að sýna Hróa hött á fleiri stöðum í Bandaríkjunum svo það er nóg fram undan hjá okkur,“ segir hann. Í hjarta Hróa hattar er sýnd í Þjóðleikhúsinu og er Gísli Örn ánægður með viðtökurnar. „Það er frábært hvað sýningin er að fá góð viðbrögð hérna heima. Þó að Hrói höttur sé ekki okkar þjóðsaga virðist sýningin hafa snert einhvern góðan streng og það mætti segja að sýningin nái til breiðs hóps og virki fyrir alla, bæði þá sem eru að fara með börn og unglinga í leikhús og líka fyrir fullorðna,“ segir Gísli Örn. Menning Tengdar fréttir Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47 Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Vesturport stóð á mánudaginn uppi sem sigurvegari hjá Broadway World samtökunum fyrir bestu sýninguna í Toronto árið 2015. Sýningin Í hjarta Hróa hattar sigraði í 8 flokkum, meðal annars sem besta leiksýningin, fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmyndina og bestu búningana. „Toronto er stærsta leikhúsborg Kanada og valnefndin er samsett af bransafólki frá allri Norður-Ameríku svo það er virkilega gaman að fá viðurkenningu frá þessu fólki. Þetta er einstaklega gott fyrir okkur þar sem við erum íslenskur hópur með breska þjóðsögu og fáum svona flott verðlaun,“ segir Gísli Örn Garðarsson hæstánægður með verðlaunin.Gísli ásamt Berki Jónssyni, leikmyndahönnuði sýningarinnar.Vesturportshópurinn hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sýninguna og mætti segja að stærsti sigur hans hafi komið með þessum verðlaunum. Toronto er ein stærsta leikhúsborg Kanada og fjöldinn allur af eftirsóttustu sýningum í Ameríku fer þar í gegn, þetta hlýtur að opna mikla möguleika fyrir sýninguna? „Já, svo sannarlega, það eru alls konar viðræður í gangi og er sýningin líklega að fara til Bandaríkjanna á næstunni. Það stóð alltaf til að sýningin færi á Broadway og mætti eiginlega segja að hún sé eins og flugvél sem bíður eftir lendingarplássi þar. Í dag eru þeir jafnvel að skoða að sýna Hróa hött á fleiri stöðum í Bandaríkjunum svo það er nóg fram undan hjá okkur,“ segir hann. Í hjarta Hróa hattar er sýnd í Þjóðleikhúsinu og er Gísli Örn ánægður með viðtökurnar. „Það er frábært hvað sýningin er að fá góð viðbrögð hérna heima. Þó að Hrói höttur sé ekki okkar þjóðsaga virðist sýningin hafa snert einhvern góðan streng og það mætti segja að sýningin nái til breiðs hóps og virki fyrir alla, bæði þá sem eru að fara með börn og unglinga í leikhús og líka fyrir fullorðna,“ segir Gísli Örn.
Menning Tengdar fréttir Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47 Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47
Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18