Norwegian Air breytir stefnu sinni vegna Ara: „Við unnum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2016 23:03 Norwegian Air hefur boðist afsökunar vegna málsins og ætlar að endurskoða stefnu sína. MYND/EGGERT JÓHANNSSON/EPA Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari sem lenti í miklum hremmingum í vikunni þegar hann hugðist fljúga með Norwegian Air með fiðlu sína meðferðis, segir á Facebook-síðu sinni að flugfélagið hafi beðist afsökunar á því hvernig komið var fram við hann og samferðakonu hans. Flugvélagið hyggst breyta stefnu sinni hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri. Ari þakkar mikilli umfjöllun fjölmiðla og áhuga fólks á málinu það að flugfélagið hafi ákveðið að breyta stefnu sinni en í samtali við Vísi í gær lýsti Ari því hvernig farið var með hann.Sjá einnig: Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangurHann var á leið Kaupmannahafnar til Helsinki en Ari er fiðluleikari í Fílharmoníusveit Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna.Starfsmaður Norwegian Air bað Ara afsökunar.Mynd/skjáskotAri var fljótur að kvarta undan meðferðinni á Facebook-síðu Norwegian Air. Kvörtun hans vakti mikil viðbrögð en þar sagðist Ari aldrei ætla að fljúga með Norwegian Air aftur og að hann myndi hvetja kollega sína til þess að gera slíkt hið sama. Færslan vakti mjög neikvæð viðbrögð margra sem voru furðu lostnir yfir stefnu Norwegian. Fyrr í dag bað starfsmaður flugfélagsins Ara afsökunar á óþægindinum og að vegna þessa máls myndi flugfélagið endurskoða stefnu sína hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri eins og sjá má hér til hliðar. Ari segist vera ánægður með flugfélagið hafi beðist afsökunar og þrátt fyrir að hann bíði eftir að sjá breytta stefnu flugfélagsins í verki sagði hann sigri hrósandi: „Það er óhætt að segja að við unnum.“This has been quite the social media week, with my complaint on Norwegian's Facebook wall receiving over 1,100 likes and...Posted by Ari Vilhjalmsson on Thursday, 21 January 2016 Tengdar fréttir Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari sem lenti í miklum hremmingum í vikunni þegar hann hugðist fljúga með Norwegian Air með fiðlu sína meðferðis, segir á Facebook-síðu sinni að flugfélagið hafi beðist afsökunar á því hvernig komið var fram við hann og samferðakonu hans. Flugvélagið hyggst breyta stefnu sinni hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri. Ari þakkar mikilli umfjöllun fjölmiðla og áhuga fólks á málinu það að flugfélagið hafi ákveðið að breyta stefnu sinni en í samtali við Vísi í gær lýsti Ari því hvernig farið var með hann.Sjá einnig: Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangurHann var á leið Kaupmannahafnar til Helsinki en Ari er fiðluleikari í Fílharmoníusveit Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna.Starfsmaður Norwegian Air bað Ara afsökunar.Mynd/skjáskotAri var fljótur að kvarta undan meðferðinni á Facebook-síðu Norwegian Air. Kvörtun hans vakti mikil viðbrögð en þar sagðist Ari aldrei ætla að fljúga með Norwegian Air aftur og að hann myndi hvetja kollega sína til þess að gera slíkt hið sama. Færslan vakti mjög neikvæð viðbrögð margra sem voru furðu lostnir yfir stefnu Norwegian. Fyrr í dag bað starfsmaður flugfélagsins Ara afsökunar á óþægindinum og að vegna þessa máls myndi flugfélagið endurskoða stefnu sína hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri eins og sjá má hér til hliðar. Ari segist vera ánægður með flugfélagið hafi beðist afsökunar og þrátt fyrir að hann bíði eftir að sjá breytta stefnu flugfélagsins í verki sagði hann sigri hrósandi: „Það er óhætt að segja að við unnum.“This has been quite the social media week, with my complaint on Norwegian's Facebook wall receiving over 1,100 likes and...Posted by Ari Vilhjalmsson on Thursday, 21 January 2016
Tengdar fréttir Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55