Olítunnan þrisvar sinnum dýrari en innihaldið Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 14:30 Framleiðsla á olítunnum. Í olíuviðskiptum hefur í langan tíma verið talað um verð á hverri olíutunnu. Eitt er þó verðið á innihaldinu og tunnunni sjálfri, þó yfirleitt sé nú talað um verð innihaldsins. Nú er svo komið að á tímum afar lágs verðs á olíu að innihaldið er meira en þrisvar sinnum ódýrara en tunnan sjálf. Nú kostar innihaldið 28-30 dollara en tunnan sjálf 99 dollara. Staðreyndin er nú sú að þó svo talað sé um olíverð í tunnum er olían afar sjaldan seld í tunnum heldur í heilum skipsförmum. Til upplýsingar má nefna að hver tunna af olíu tekur 42 gallon, eða 159 lítra. Að mæla magn olíu í tunnum á sér langa sögu frá tímum fyrsta olíubrunns Bandaríkjanna árið 1859 í Drake well olíubrunninum í Pennsilvaníu. Á þeim tímum var engin almennileg viðmiðun á magni seldrar olíu en henni var gjarnan tappað í ílát sem áður innhéldu viskí, bjór, fisk og terpentínu. Þessar tunnur voru sumar 40 gallon (viskítunnur) en aðrar 42 gallon. Þetta olli ruglingi og ákveðið var að finna viðmiðun sem allir þyrftu að miða við og var ákveðið að tunna af olíu væri 42 gallon. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent
Í olíuviðskiptum hefur í langan tíma verið talað um verð á hverri olíutunnu. Eitt er þó verðið á innihaldinu og tunnunni sjálfri, þó yfirleitt sé nú talað um verð innihaldsins. Nú er svo komið að á tímum afar lágs verðs á olíu að innihaldið er meira en þrisvar sinnum ódýrara en tunnan sjálf. Nú kostar innihaldið 28-30 dollara en tunnan sjálf 99 dollara. Staðreyndin er nú sú að þó svo talað sé um olíverð í tunnum er olían afar sjaldan seld í tunnum heldur í heilum skipsförmum. Til upplýsingar má nefna að hver tunna af olíu tekur 42 gallon, eða 159 lítra. Að mæla magn olíu í tunnum á sér langa sögu frá tímum fyrsta olíubrunns Bandaríkjanna árið 1859 í Drake well olíubrunninum í Pennsilvaníu. Á þeim tímum var engin almennileg viðmiðun á magni seldrar olíu en henni var gjarnan tappað í ílát sem áður innhéldu viskí, bjór, fisk og terpentínu. Þessar tunnur voru sumar 40 gallon (viskítunnur) en aðrar 42 gallon. Þetta olli ruglingi og ákveðið var að finna viðmiðun sem allir þyrftu að miða við og var ákveðið að tunna af olíu væri 42 gallon.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent