Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2016 14:43 Illugi afhenti Kristínu Völundardóttir, forstjóra Útlendingastofnunar, tíu þúsund undirskriftir þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. vísir/gva Illugi Jökulsson rithöfundur segist afar ánægður fyrir hönd Telati-fjölskyldunnar sem í dag fékk dvalarleyfi hér á landi. Hann segir þessar fregnir sýna fram á mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um fólkið sem hingað komi. Illugi safnaði í október tíu þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. „Ég vona bara að þeim farnist sem best. Ég er afskaplega glaður fyrir þeirra hönd og vona að þetta verði þeim til gæfu,“ segir hann í samtali við Vísi.Sjá einnig: Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi Telati-fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú hefðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Fór svo að börnin fengu öll inni í skóla í Laugarneshverfinu. Fjölskyldan fékk í október synjun um hæli hér á landi. Illugi hóf í kjölfarið undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Á tæpum þremur sólarhringum söfnuðust tíu þúsund undirskriftir sem afhentar voru Útlendingastofnun 20. október síðastliðinn. Fjölskylduna þekkir hann þó ekki – og hefur aldrei hitt. „Mér bara blöskraði þegar ég sá fréttir af þessu því ég gat ekki séð af hverju það ætti að vísa þessu fólki úr landi. Þetta var bara enn eitt dæmið um undarlega stjórnsýslu Útlendingastofnunar þannig að ég startaði þessari undirskriftasöfnun og fékk fádæma góðar undirtektir,“ segir Illugi. Aldrei hefði hann órað fyrir því að söfnunin tæki svo skamman tíma. „Ég hætti bara eftir þrjá sólarhringa því mér fannst komið nót. Þannig að mér sýnist að það sé full ástæða til að halda vöku sinni, því nú á að vísa annarri fjölskyldu úr landi. Ég sé enga ástæðu til að vísa almennilegu fólki sem hér vill setjast að. Það á ekki að vísa því burt heldur taka þeim sem hingað koma opnum örmum,“ segir hann og vísar þannig í Dega-fjölskylduna sem DV hefur fjallað um. Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44 Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Illugi Jökulsson rithöfundur segist afar ánægður fyrir hönd Telati-fjölskyldunnar sem í dag fékk dvalarleyfi hér á landi. Hann segir þessar fregnir sýna fram á mikilvægi þess að samfélagið standi vörð um fólkið sem hingað komi. Illugi safnaði í október tíu þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að fjölskyldunni yrði veitt hæli á Íslandi. „Ég vona bara að þeim farnist sem best. Ég er afskaplega glaður fyrir þeirra hönd og vona að þetta verði þeim til gæfu,“ segir hann í samtali við Vísi.Sjá einnig: Telati-fjölskyldan fékk dvalarleyfi Telati-fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú hefðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Fór svo að börnin fengu öll inni í skóla í Laugarneshverfinu. Fjölskyldan fékk í október synjun um hæli hér á landi. Illugi hóf í kjölfarið undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Á tæpum þremur sólarhringum söfnuðust tíu þúsund undirskriftir sem afhentar voru Útlendingastofnun 20. október síðastliðinn. Fjölskylduna þekkir hann þó ekki – og hefur aldrei hitt. „Mér bara blöskraði þegar ég sá fréttir af þessu því ég gat ekki séð af hverju það ætti að vísa þessu fólki úr landi. Þetta var bara enn eitt dæmið um undarlega stjórnsýslu Útlendingastofnunar þannig að ég startaði þessari undirskriftasöfnun og fékk fádæma góðar undirtektir,“ segir Illugi. Aldrei hefði hann órað fyrir því að söfnunin tæki svo skamman tíma. „Ég hætti bara eftir þrjá sólarhringa því mér fannst komið nót. Þannig að mér sýnist að það sé full ástæða til að halda vöku sinni, því nú á að vísa annarri fjölskyldu úr landi. Ég sé enga ástæðu til að vísa almennilegu fólki sem hér vill setjast að. Það á ekki að vísa því burt heldur taka þeim sem hingað koma opnum örmum,“ segir hann og vísar þannig í Dega-fjölskylduna sem DV hefur fjallað um.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44 Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
„Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00
Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51
Buðu hælisleitendur velkomna í meðmælagöngu Meðmælagangan svokallaða, sem var til stuðnings albanskri fjölskyldu sem synjað hefur verið um hæli hér á landi, var farin í kvöld. 22. október 2015 22:44
Laura Telati. „Heimurinn er okkar allra“ "Heimurinn er okkar allra og það er pláss fyrir okkur öll í honum, svo afhverju að aðgreina og fela sig frá öðrum?“ sagði Laura Telati, albanskur táningur í Laugalækjarskóla, sem vísa á úr landi. 23. október 2015 12:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31