Telati-fjölskyldan trúði ekki góðu fréttunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. janúar 2016 07:00 Hamingjusöm og hólpin fjölskylda með Reykjavík í bakgrunni. vísir/vilhelm „Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka. Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Ég var kvíðinn fyrir því að hitta lögfræðing okkar. Hún hringdi í mig og sagðist hafa fréttir að færa mér og konunni minni og bað okkur um að hitta sig. Á leiðinni þangað hugsaði ég um hvort við værum að fara að fá slæmar fréttir. Svo þegar hún sagði mér fréttirnar þá fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt. Ég hreinlega náði ekki því sem hún sagði því ég hafði verið búinn undir það versta,“segir Hasan Telati ákaflega hamingjusamur fjölskyldufaðir. Hasan, eiginkona hans Aleka og börnin þeirra þrjú Laura, Janie og Petrit eru frá Albaníu og hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Forstjóri Útlendingastofnunar sagði að mistök hefðu verið gerð, stofnunin hafi ekki brugðist nógu hratt við og að verkferlum yrði breytt svo að að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunna öll vel við sig þar. Laura Telati brosir út að eyrum. „Ég kastaði mér í gólfið af gleði, skólafélagar mínir samglöddust mér innilega,“ segir hún. Laura er í tíunda bekk í Laugalækjarskóla og hefur, þótt ung sé, sjálf barist fyrir málstað fjölskyldunnar og flutti meðal annars hjartnæma ræðu á meðmælafundi sem var haldinn í Laugarneskirkju þar sem hún bað um að fá að vera áfram á Íslandi. Það var síðan í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu Albaníu og ætti ekki ofsóknir á hættu. Synjunin var fjölskyldunni mikið áfall. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og það vakti mikla reiði í samfélaginu að senda ætti þau úr landi. Rithöfundurinn Illugi Jökulsson setti af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram. Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir. Alls kyns aðstoð barst fjölskyldunni, atvinnutilboð, gjafir og góðvild. „Við erum innilega þakklát og hlökkum til að byggja upp líf okkar í ró og næði hér á Íslandi. Okkur gengur svo vel og það er því góða fólki að þakka sem hefur orðið á vegi okkar og tekið upp málstað okkar,“ segir Aleka.
Flóttamenn Tengdar fréttir Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44 Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið. 22. janúar 2016 13:44
Illugi Jökulsson: „Afskaplega glaður fyrir þeirra hönd“ Illugi Jökulsson rithöfundur er afar glaður yfir nýjustu fréttum af Telati-fjölskyldinni. 22. janúar 2016 14:43