584 flóttamenn síðustu sex áratugina Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu.
Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira