NBA: Toronto Raptors nú búið að vinna átta leiki í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 08:32 Kyle Lowry. Vísir/Getty Toronto Raptors er á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en kanadíska liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt. Brooklyn Nets stoppaði aftur á móti sjö leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann Dallas Mavericks.Kyle Lowry skoraði 21 stig og Litháinn Jonas Valanciunas var með 20 stig þegar Toronto Raptors vann 112-94 heimasigur á Los Angeles Clippers. DeMar DeRozan og Terrence Ross bættu báðir við 18 stigum í þessum áttunda sigri Toronto-liðsins í röð. Chris Paul var með 23 stig og 11 stoðsendingar hjá Los Angeles Clippers og DeAndre Jordan var með 15 stig og 13 fráköst. Þetta er lengsta sigurganga Toronto Raptors á tímabilinu og sú önnur lengsta í sögu félagsins en Toronto Raptors vann níu leiki í röð með Vince Carter í fararbroddi tímabilið 2001-02.Brook Lopez var með 31 stig og 10 fráköst þegar Brooklyn Nets vann Oklahoma City Thunder 116-106 en Thunder-liðið var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð. Kevin Durant (32 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar) og Russell Westbrook (27 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar) skiluðu báðir flottum tölum en það var ekki nóg. Miðherjinn Steven Adams gat ekki verið með og Brook Lopez nýtti sér það.Jae Crowder og Isaiah Thomas skoruðu báðir 20 stig þegar Boston Celtics vannn 112-92 sigur á Philadelphia 76ers. Avery Bradley var með 19 stig og Marcus Smart skoraði 16 stig í fimmta sigri Boston í síðustu sjö leikjum.James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann 115-104 heimasigur á Dallas Mavericks. Harden var með 23 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum en Trevor Ariza var stigahæstur í Houston-liðinu með 29 stig. Chandler Parsons skoraði mest fyrir Dallas eða 31 stig en liðið tapaði þarna öðrum leiknum sínum í röð.Öll úrslit úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Houston Rockets - Dallas Mavericks 115-104 Toronto Raptors - Los Angeles Clippers 112-94 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 92-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 116-106Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Toronto Raptors er á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en kanadíska liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt. Brooklyn Nets stoppaði aftur á móti sjö leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann Dallas Mavericks.Kyle Lowry skoraði 21 stig og Litháinn Jonas Valanciunas var með 20 stig þegar Toronto Raptors vann 112-94 heimasigur á Los Angeles Clippers. DeMar DeRozan og Terrence Ross bættu báðir við 18 stigum í þessum áttunda sigri Toronto-liðsins í röð. Chris Paul var með 23 stig og 11 stoðsendingar hjá Los Angeles Clippers og DeAndre Jordan var með 15 stig og 13 fráköst. Þetta er lengsta sigurganga Toronto Raptors á tímabilinu og sú önnur lengsta í sögu félagsins en Toronto Raptors vann níu leiki í röð með Vince Carter í fararbroddi tímabilið 2001-02.Brook Lopez var með 31 stig og 10 fráköst þegar Brooklyn Nets vann Oklahoma City Thunder 116-106 en Thunder-liðið var fyrir leikinn búið að vinna sjö leiki í röð. Kevin Durant (32 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar) og Russell Westbrook (27 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar) skiluðu báðir flottum tölum en það var ekki nóg. Miðherjinn Steven Adams gat ekki verið með og Brook Lopez nýtti sér það.Jae Crowder og Isaiah Thomas skoruðu báðir 20 stig þegar Boston Celtics vannn 112-92 sigur á Philadelphia 76ers. Avery Bradley var með 19 stig og Marcus Smart skoraði 16 stig í fimmta sigri Boston í síðustu sjö leikjum.James Harden var með þrennu þegar Houston Rockets vann 115-104 heimasigur á Dallas Mavericks. Harden var með 23 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum en Trevor Ariza var stigahæstur í Houston-liðinu með 29 stig. Chandler Parsons skoraði mest fyrir Dallas eða 31 stig en liðið tapaði þarna öðrum leiknum sínum í röð.Öll úrslit úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Houston Rockets - Dallas Mavericks 115-104 Toronto Raptors - Los Angeles Clippers 112-94 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 92-112 Brooklyn Nets - Oklahoma City Thunder 116-106Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira