Þyngdartakmarkanir afar misjafnar í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 15:14 Heildarlengd flutningnabíla eru víðast í Evrópu takmörkuð við 25 metra. Afar misjafnar reglur eru á milli landa í Evrópu hve þungir flutningabílar mega vera og hve langir. Í lok síðasta árs gáfu spænsk yfirvöld leyfi fyrir heildarvigt allt að 60 tonnum á sínum vegum og að lengd þeirra megi vera allt að 25 metrum. Þessi aukna heimild á þó ekki við alla vegi á Spáni þar sem þeir eru misjafnlega útfærðir til að þola svo þunga bíla. Í Hollandi var þessi heimild einnig aukin fyrir nokkrum árum úr 50 tonnum í 60. Í Finnlandi er leyfi fyrir 76 tonna heildarþyngd og hefur verið svo frá árinu 2013 og í Svíþjóð er leyfi fyrir 90 tonna þunga í tilraunaskyni. Það er eitt land í Evrópu, Þýskaland, sem sker sig nokkuð úr í reglum um þyngd flutningabíla, en þar er hvergi heimild fyrir þyngri bíla en 40 tonn. Þar í landi segja yfirvöld að heimild fyrir þyngri flutningabílum myndi krefjast mikils kostnaðar hins opinbera til að byggja vegi, brýr, veggöng og varnarveggi vegna árekstra myndi kosta milljarða evra. Sá kostnaður myndi falla á almenning sem ekki er til í slíkan kostnað auk þess sem svo stórir og langir flutningabílar skapi mikla hættu á þýskum vegum. Það er ef til vill skiljanlegt að reglurnar séu fremur strangar í Þýskalandi þar sem ógrynni flutningabíla frá öðrum löndum Evrópu fara í gegnum landið og séu í alltof mörgum tilfellum ekki að þjóna þýskum neytendum heldur noti bara vegi þeirra án greiðslu fyrir notkun. Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent
Afar misjafnar reglur eru á milli landa í Evrópu hve þungir flutningabílar mega vera og hve langir. Í lok síðasta árs gáfu spænsk yfirvöld leyfi fyrir heildarvigt allt að 60 tonnum á sínum vegum og að lengd þeirra megi vera allt að 25 metrum. Þessi aukna heimild á þó ekki við alla vegi á Spáni þar sem þeir eru misjafnlega útfærðir til að þola svo þunga bíla. Í Hollandi var þessi heimild einnig aukin fyrir nokkrum árum úr 50 tonnum í 60. Í Finnlandi er leyfi fyrir 76 tonna heildarþyngd og hefur verið svo frá árinu 2013 og í Svíþjóð er leyfi fyrir 90 tonna þunga í tilraunaskyni. Það er eitt land í Evrópu, Þýskaland, sem sker sig nokkuð úr í reglum um þyngd flutningabíla, en þar er hvergi heimild fyrir þyngri bíla en 40 tonn. Þar í landi segja yfirvöld að heimild fyrir þyngri flutningabílum myndi krefjast mikils kostnaðar hins opinbera til að byggja vegi, brýr, veggöng og varnarveggi vegna árekstra myndi kosta milljarða evra. Sá kostnaður myndi falla á almenning sem ekki er til í slíkan kostnað auk þess sem svo stórir og langir flutningabílar skapi mikla hættu á þýskum vegum. Það er ef til vill skiljanlegt að reglurnar séu fremur strangar í Þýskalandi þar sem ógrynni flutningabíla frá öðrum löndum Evrópu fara í gegnum landið og séu í alltof mörgum tilfellum ekki að þjóna þýskum neytendum heldur noti bara vegi þeirra án greiðslu fyrir notkun.
Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent