Bankastjóri segir gremju í þjóðfélaginu Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. janúar 2016 07:00 Fólkið sem var mætt í höfuðstöðvar Landsbankans í gær frábað sér spillingu. vísir/stefán Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti á hádegi í gær til að mótmæla sölu á 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. Bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálssonar, hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir söluna eftir að í ljós kom að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á Visa Europe. Mótmælendur báðu Steinþór um að svara fyrir þessa sölu. „Ætlarðu að segja mér að þú hafir ekki vitað að Borgun myndi græða svona mikið eftir eitt ár,“ var Steinþór spurður. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt þannig að við erum að fá framtíðarávinning inn í söluna,“ sagði Steinþór og heyrðist hrópað „lygi“ umsvifalaust úr hópnum. „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ var Steinþór spurður. Steinþór sagðist í samtali við Stöð 2 skilja reiði þeirra sem mótmæltu. „Það er náttúrulega mikil gremja í þjóðfélaginu með ýmislegt sem hefur aflaga farið á undanförnum árum. Traustið er í molum og þarna sýnist þeim að hlutir hafi brotnað. Það byggist á því að þau telja að þarna hafi einhverjir milljarðar verið á ferðinni,“ sagði Steinþór í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Bankastjórinn segist telja það fjarri lagi að milljarðar hafi verið þarna undir. Borgunarmálið Tengdar fréttir Mótmæla við Landsbankann Tugir fólks hafa komið saman við höfuðstöðvar bankans. 26. janúar 2016 12:37 Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti á hádegi í gær til að mótmæla sölu á 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun. Bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálssonar, hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir söluna eftir að í ljós kom að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á Visa Europe. Mótmælendur báðu Steinþór um að svara fyrir þessa sölu. „Ætlarðu að segja mér að þú hafir ekki vitað að Borgun myndi græða svona mikið eftir eitt ár,“ var Steinþór spurður. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt þannig að við erum að fá framtíðarávinning inn í söluna,“ sagði Steinþór og heyrðist hrópað „lygi“ umsvifalaust úr hópnum. „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ var Steinþór spurður. Steinþór sagðist í samtali við Stöð 2 skilja reiði þeirra sem mótmæltu. „Það er náttúrulega mikil gremja í þjóðfélaginu með ýmislegt sem hefur aflaga farið á undanförnum árum. Traustið er í molum og þarna sýnist þeim að hlutir hafi brotnað. Það byggist á því að þau telja að þarna hafi einhverjir milljarðar verið á ferðinni,“ sagði Steinþór í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Bankastjórinn segist telja það fjarri lagi að milljarðar hafi verið þarna undir.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Mótmæla við Landsbankann Tugir fólks hafa komið saman við höfuðstöðvar bankans. 26. janúar 2016 12:37 Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Mótmæla við Landsbankann Tugir fólks hafa komið saman við höfuðstöðvar bankans. 26. janúar 2016 12:37
Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31
Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Hróp gerð að Steinþór Pálssyni bankastjóra Landsbankans. 26. janúar 2016 14:09