NBA: Durant og Westbrook skoruðu 74 stig saman í New York | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 09:00 Kevin Durant og þjálfarinn Billy Donovan. Vísir/Getty Kevin Durant og Russell Westbrook voru með rosalegar tölur í sigri í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Toronto Raptors hélt sigurgöngu sinni áfram, Dwyane Wade er að spila vel þessa dagana og Los Angeles Clippers heldur áfram að vinna án Blake Griffin.Kevin Durant og Russell Westbrook skiluðu saman 74 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 128-122 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York. Kevin Durant var með 44 stig og 14 fráköst en hann hefur ekki skorað meira í leik á tímabilinu. Russell Westbrook bætti við 30 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum en þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Kevin Durant tryggði OKC framlengingu með því að jafna leikinn 16,2 sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og skoraði síðan sjö stig í framlengingunni. Hann setti meðal annars niður fjögur víti af fjórum á síðustu hálfri mínútunni. Langston Galloway var stigahæstur hjá New York með 21 stig en liðið lék án stjörnuleikmanns síns, Carmelo Anthony.Það er hægt að sjá tvö myndbrot með frammistöðu þeirra Kevin Durant og Russell Westbrookhér fyrir neðan. Chris Paul skoraði 26 stig og J.J. Redick var með 19 stig þegar Los Angeles Clippers vann 91-89 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var enn einn sigur Clippers-liðsins án Blake Griffin sem hefur verið lengi frá og nú síðasta eftir að hafa handarbrotnað við það að kýla starfsmann Los Angeles Clippers þegar þeir voru úti að borða með liðinu. Paul George var með 31 stig og 11 fráköst fyrir Indiana en það kom ekki í veg fyrir þriðja tapleik liðsins í röð.Dwyane Wade og Chris Bosh voru báðir með 27 stig þegar Miami Heat vann 102-98 útisigur á Brooklyn Nets. Wade er að spila vel þessa dagana en hann var einnig með 8 stoðsendingar. Nýliðinn Justise Winslow bætti við 13 stigum og 7 fráköstum fyrir Miami-liðið en Andrea Bargnani var með 20 stig fyrir Brooklyn.Dirk Nowitzki skoraði 8 af 13 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þehar Dallas Mavericks vann 92-90 sigur á Los Angeles Lakers í Staples Center í LA. Nowitzki skoraði meðal annars stóra körfu 2,1 sekúndum fyrir leikslok en þetta var tíundi sigur Dallas í röð á móti Lakers-liðinu. Jordan Clarkson skoraði 18 stig fyrir Lakers sem lék án Kobe Bryant og tapaði sínum sjöunda leik í röð. J.J. Barea skoraði mest fyrir Dallas eða 18 stig en Chandler Parsons var með 17 stig.Kyle Lowry skoraði 29 stig en þurfti síðan að fara meiddur af velli þegar lið hans Toronto Raptors fagnaði sínum níunda sigri í röð eftir að hafa unnið 106-89 heimasigur á Washington Wizards. Þetta er jöfnun á félagsmeti Toronto frá 2001-02. Litháinn Jonas Valanciunas var með 13 stig og 12 fráköst fyrir Toronto og DeMar DeRozan skoraði 17 stig.Ish Smith skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 113-103 sigur á Phoenix Suns og liðið sem tapaði 30 af fyrsta 31 leik sínum á tímabilinu er nú búið að vinna sex leiki af síðustu fimmtán.Það er hægt að sjá sigurkörfu Dirk Nowitzki hér fyrir neðan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 89-91 Philadelphia 76ers - Phoenix Suns 113-103 Brooklyn Nets - Miami Heat 98-102 New York Knicks - Oklahoma City Thunder 122-128 (framlengt) Toronto Raptors - Washington Wizards 106-89 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 107-100 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 112-97 Los Angeles Lakers - Dallas Mavericks 90-92Staðan í NBA-deildinniBestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan. NBA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Kevin Durant og Russell Westbrook voru með rosalegar tölur í sigri í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Toronto Raptors hélt sigurgöngu sinni áfram, Dwyane Wade er að spila vel þessa dagana og Los Angeles Clippers heldur áfram að vinna án Blake Griffin.Kevin Durant og Russell Westbrook skiluðu saman 74 stigum þegar Oklahoma City Thunder vann 128-122 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í Madison Square Garden í New York. Kevin Durant var með 44 stig og 14 fráköst en hann hefur ekki skorað meira í leik á tímabilinu. Russell Westbrook bætti við 30 stigum, 10 stoðsendingum og 8 fráköstum en þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu níu leikjum. Kevin Durant tryggði OKC framlengingu með því að jafna leikinn 16,2 sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og skoraði síðan sjö stig í framlengingunni. Hann setti meðal annars niður fjögur víti af fjórum á síðustu hálfri mínútunni. Langston Galloway var stigahæstur hjá New York með 21 stig en liðið lék án stjörnuleikmanns síns, Carmelo Anthony.Það er hægt að sjá tvö myndbrot með frammistöðu þeirra Kevin Durant og Russell Westbrookhér fyrir neðan. Chris Paul skoraði 26 stig og J.J. Redick var með 19 stig þegar Los Angeles Clippers vann 91-89 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var enn einn sigur Clippers-liðsins án Blake Griffin sem hefur verið lengi frá og nú síðasta eftir að hafa handarbrotnað við það að kýla starfsmann Los Angeles Clippers þegar þeir voru úti að borða með liðinu. Paul George var með 31 stig og 11 fráköst fyrir Indiana en það kom ekki í veg fyrir þriðja tapleik liðsins í röð.Dwyane Wade og Chris Bosh voru báðir með 27 stig þegar Miami Heat vann 102-98 útisigur á Brooklyn Nets. Wade er að spila vel þessa dagana en hann var einnig með 8 stoðsendingar. Nýliðinn Justise Winslow bætti við 13 stigum og 7 fráköstum fyrir Miami-liðið en Andrea Bargnani var með 20 stig fyrir Brooklyn.Dirk Nowitzki skoraði 8 af 13 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þehar Dallas Mavericks vann 92-90 sigur á Los Angeles Lakers í Staples Center í LA. Nowitzki skoraði meðal annars stóra körfu 2,1 sekúndum fyrir leikslok en þetta var tíundi sigur Dallas í röð á móti Lakers-liðinu. Jordan Clarkson skoraði 18 stig fyrir Lakers sem lék án Kobe Bryant og tapaði sínum sjöunda leik í röð. J.J. Barea skoraði mest fyrir Dallas eða 18 stig en Chandler Parsons var með 17 stig.Kyle Lowry skoraði 29 stig en þurfti síðan að fara meiddur af velli þegar lið hans Toronto Raptors fagnaði sínum níunda sigri í röð eftir að hafa unnið 106-89 heimasigur á Washington Wizards. Þetta er jöfnun á félagsmeti Toronto frá 2001-02. Litháinn Jonas Valanciunas var með 13 stig og 12 fráköst fyrir Toronto og DeMar DeRozan skoraði 17 stig.Ish Smith skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Philadelphia 76ers vann 113-103 sigur á Phoenix Suns og liðið sem tapaði 30 af fyrsta 31 leik sínum á tímabilinu er nú búið að vinna sex leiki af síðustu fimmtán.Það er hægt að sjá sigurkörfu Dirk Nowitzki hér fyrir neðan.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 89-91 Philadelphia 76ers - Phoenix Suns 113-103 Brooklyn Nets - Miami Heat 98-102 New York Knicks - Oklahoma City Thunder 122-128 (framlengt) Toronto Raptors - Washington Wizards 106-89 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 107-100 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 112-97 Los Angeles Lakers - Dallas Mavericks 90-92Staðan í NBA-deildinniBestu tilþrifin úr NBA í nótt má sjá í myndbandinu að neðan.
NBA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum