Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Dega-fjölskyldan hyggst höfða einkamál á hendur ríkinu í því skyni að fá úrskurði kærunefndar útlendingamála snúið og freista þess að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. vísir/anton Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender. Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender.
Flóttamenn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels