Toyota selur áfram mest Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Toyota RAV4 Hybrid á bílasýningunni í Frankfurt í Þýskalandi. vísir/EPA Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent
Toyota er áfram stærsti bílaframleiðandi í heimi fjórða árið í röð, að því er BBC greinir frá. Fyrirtækið seldi 10,15 milljónir bíla árið 2015. Það var rétt umfram væntingar, en minna en árið áður þegar fyrirtækið seldi 10,23 milljónir bíla. Í öðru sæti er Volkswagen með 9,93 milljónir seldra ökutækja og General Motors er í þriðja sæti með 9,8 milljónir seldra bíla. BBC segir að bílaviðskipti hafi dregist saman á mörgum stöðum, líkt og í Bandaríkjunum og Japan, en einnig í mörgum nýmarkaðsríkjum. Volkswagen hafði verið á toppnum á fyrri helmingi síðasta árs, áður en dísilhneykslið kom upp. Toyota hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa Daihatsu-verksmiðjurnar, en fyrirtækið á 51,2 prósenta hlut í þeim.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent