Ragga Eiríks á leið í magabandsaðgerð: Snýst ekki um útlitið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2016 20:17 Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif. Ísland í dag Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif.
Ísland í dag Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira