Aðeins örfáir vinir vissu af veikindum Bowie Bjarki Ármannsson skrifar 11. janúar 2016 21:10 Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Vísir/Getty Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Þetta kemur fram í samantekt breska blaðsins The Independent. Bowie lést í nótt eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í um eitt og hálft ár. Söngvarinn vann að söngleiknum Lazarus á síðasta ári með belgíska leikstjóranum Ivo van Hove, sem segist hafa vitað að endalokin væru í nánd. Bowie hafi greint honum frá veikindunum til þess að útskýra hvers vegna hann gæti ekki alltaf mætt á æfingar. „Bowie hélt áfram að skrifa á banalegunni,“ segir van Hove. „Hann barst eins og ljón og hélt áfram að vinna eins og ljón í gegnum þetta allt saman. Ég virði það ótrúlega mikið.“Sjá einnig: Hvað stendur þú í samanburði við David Bowie? Bowie kom síðast fram opinberlega þann 12. desember í tengslum við Lazarus-sýninguna. Hann hitti þá aðdáendur við leikhús í New York og skrifaði eiginhandaráritanir með bros á vör.Síðasta platan „kveðjugjöf“ söngvarans Í kjölfar tíðinda dagsins hafa margir kembt texta á síðustu plötu kappans, Darkstar sem kom út síðastliðinn föstudag, í leit að vísbendingum um það hvort Bowie hafi vitað að hann ætti ekki mikið eftir. Lagið Lazarus er talið vísa í veikindi söngvarans, en þar syngur hann meðal annars að hann sé í himnaríki og að hann hafi ör sem enginn sjái.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsinsBrian Eno og Bowie á góðri stundu á tíunda áratugnum.Vísir/GettyUpptökustjóri plötunnar, Tony Visconti, segist telja að Bowie hafi vitað í um það bil ár að krabbameinið hans væri ólæknandi og lýsir plötunni sem „kveðjugjöf“ Bowie. Tónlistarmaðurinn og goðsagnakenndi upptökustjórinn Brian Eno, sem vann með Bowie að tímamótaplötunum Low og Heroes, segir að Bowie hafi sent honum skemmtilegan tölvupóst í síðustu viku. Hann skilji nú að Bowie hafi verið að kveðja. „Pósturinn var fyndinn eins og alltaf,“ segir Eno. „Í þetta sinn kvaddi hann með orðunum: „Þakka þér fyrir okkar góðu stundir saman, Brian. Þær munu aldrei spillast.““ Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Tónlistarmanninum David Bowie tókst að halda því leyndu fyrir öllum nema örfáum nánum vinum að hann væri illa haldinn af lifrarkrabbameini. Þetta kemur fram í samantekt breska blaðsins The Independent. Bowie lést í nótt eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í um eitt og hálft ár. Söngvarinn vann að söngleiknum Lazarus á síðasta ári með belgíska leikstjóranum Ivo van Hove, sem segist hafa vitað að endalokin væru í nánd. Bowie hafi greint honum frá veikindunum til þess að útskýra hvers vegna hann gæti ekki alltaf mætt á æfingar. „Bowie hélt áfram að skrifa á banalegunni,“ segir van Hove. „Hann barst eins og ljón og hélt áfram að vinna eins og ljón í gegnum þetta allt saman. Ég virði það ótrúlega mikið.“Sjá einnig: Hvað stendur þú í samanburði við David Bowie? Bowie kom síðast fram opinberlega þann 12. desember í tengslum við Lazarus-sýninguna. Hann hitti þá aðdáendur við leikhús í New York og skrifaði eiginhandaráritanir með bros á vör.Síðasta platan „kveðjugjöf“ söngvarans Í kjölfar tíðinda dagsins hafa margir kembt texta á síðustu plötu kappans, Darkstar sem kom út síðastliðinn föstudag, í leit að vísbendingum um það hvort Bowie hafi vitað að hann ætti ekki mikið eftir. Lagið Lazarus er talið vísa í veikindi söngvarans, en þar syngur hann meðal annars að hann sé í himnaríki og að hann hafi ör sem enginn sjái.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsinsBrian Eno og Bowie á góðri stundu á tíunda áratugnum.Vísir/GettyUpptökustjóri plötunnar, Tony Visconti, segist telja að Bowie hafi vitað í um það bil ár að krabbameinið hans væri ólæknandi og lýsir plötunni sem „kveðjugjöf“ Bowie. Tónlistarmaðurinn og goðsagnakenndi upptökustjórinn Brian Eno, sem vann með Bowie að tímamótaplötunum Low og Heroes, segir að Bowie hafi sent honum skemmtilegan tölvupóst í síðustu viku. Hann skilji nú að Bowie hafi verið að kveðja. „Pósturinn var fyndinn eins og alltaf,“ segir Eno. „Í þetta sinn kvaddi hann með orðunum: „Þakka þér fyrir okkar góðu stundir saman, Brian. Þær munu aldrei spillast.““
Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30 Tískufyrirmyndin David Bowie Söngvarinn frægi lést í nótt 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 10:15 Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23 Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13
Stjörnurnar minnast David Bowie Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. 11. janúar 2016 12:30
Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Rokkarinn David Bowie fór fögrum orðum um Ísland þegar hann hélt tónleika hér á landi árið 1996. Hann fór einungis fram á svört handklæði og þrektæki. 11. janúar 2016 08:23
Rothögg að spyrja bana Bowies Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst. 11. janúar 2016 11:54
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“