Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 08:23 David Bowie fór mjög fögrum orðum um land og þjóð á MTV skjáskot Heimurinn syrgir nú fráfall rokkarans Davids Bowie sem lést eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Bowie kom hingað til lands í júní árið 1996 og lék fyrir fullri Laugardalshöll á Listahátíð. Alla jafna gera heimsfrægar rokkstjörnur miklar kröfur um aðbúnað en fram kemur í Vikublaðinu að Bowie hafi einungis farið fram á nokkur svört handklæði og þrektæki á hótelinu sem hann gisti á. Sjá einnig: David Bowie látinnSjónvarpsstöðin MTV tók viðtal við kappann þegar hann var hér á landi. Það má sjá hér að neðan. Í viðtalinu fer hann fögrum orðum um Ísland, fólkið sem hann kynntist hér sem og matargerðina. „Ísland er mjög svalt. Þetta er frábær staður,“ sagði Bowie og bætti við að landið væri líkt og leyndarmál. Hann sagði að einu dýrin hér á landi væru „lítill hundur og minkar“ og endaði á að hvetja alla til að koma hingað til lands. „David Bowie segir: „Komið til Íslands. Það er prýðilegt,“ sagði kappinn en viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann við sjónvarpsmann MTV um tónleikaferðalagið sitt og einnig má sjá glefsur úr tónleikum hans í Laugardalshöll.Á bloggsíðu sinni segir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, honum hafi þótt tónleikarnir hafi verið mjög háværir. Það hafi þó ekki verið annað hægt en að dást að frammistöðu goðsins. Bowie hafi verið í tvær klukkustundir á sviðinu – „þar sem allt gekk eins og smurð vél.“ „Fyrir okkur óvana áheyrendur á slíkum tónleikum var hávaðinn næstum óbærilegur á stundum og bassinn skall á manni eins og bylgja. Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“ segir Björn og bætir við að Bowie hafi verið hógvær og velviljaður. Tónlist Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Heimurinn syrgir nú fráfall rokkarans Davids Bowie sem lést eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Bowie kom hingað til lands í júní árið 1996 og lék fyrir fullri Laugardalshöll á Listahátíð. Alla jafna gera heimsfrægar rokkstjörnur miklar kröfur um aðbúnað en fram kemur í Vikublaðinu að Bowie hafi einungis farið fram á nokkur svört handklæði og þrektæki á hótelinu sem hann gisti á. Sjá einnig: David Bowie látinnSjónvarpsstöðin MTV tók viðtal við kappann þegar hann var hér á landi. Það má sjá hér að neðan. Í viðtalinu fer hann fögrum orðum um Ísland, fólkið sem hann kynntist hér sem og matargerðina. „Ísland er mjög svalt. Þetta er frábær staður,“ sagði Bowie og bætti við að landið væri líkt og leyndarmál. Hann sagði að einu dýrin hér á landi væru „lítill hundur og minkar“ og endaði á að hvetja alla til að koma hingað til lands. „David Bowie segir: „Komið til Íslands. Það er prýðilegt,“ sagði kappinn en viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann við sjónvarpsmann MTV um tónleikaferðalagið sitt og einnig má sjá glefsur úr tónleikum hans í Laugardalshöll.Á bloggsíðu sinni segir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, honum hafi þótt tónleikarnir hafi verið mjög háværir. Það hafi þó ekki verið annað hægt en að dást að frammistöðu goðsins. Bowie hafi verið í tvær klukkustundir á sviðinu – „þar sem allt gekk eins og smurð vél.“ „Fyrir okkur óvana áheyrendur á slíkum tónleikum var hávaðinn næstum óbærilegur á stundum og bassinn skall á manni eins og bylgja. Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“ segir Björn og bætir við að Bowie hafi verið hógvær og velviljaður.
Tónlist Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13