Baddi er efnilegur en glímir við Bakkus Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. janúar 2016 09:30 Þórir Sæmundsson er spenntur fyrir að takast á við hlutverk Badda. Vísir/GVA Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira