
„Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“
Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.

Djöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum.
„Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik.