Átta strokka rússajeppi Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 16:00 Ári flottur rússajeppi breyttur af Truck Garage í Rússlandi. Hinn klassíski GAZ 69, eða rússajeppi, hefur fengið allsherjar yfirhalningu hjá rússneska breytingafyrirtækinu Truck Garage. Truck Garage er frá St. Pétursborg og það ætlar að breyta 12 svona bílum og selja þá á sem svarar 7,5 milljónum króna. Endanleg útkoma bílsins er því að öllu leiti rússnesk. Bíllinn verður með 6,4 lítra V8 Hemi vél, 465 hestafla. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Hann fær stillanlega “coilover”-fjöðrun, Teraflex diskbremsur, splittað drif og 17 tommu felgur með 35 tommu dekkjum á. Að innan verður bíllinn afar breyttur frá frumgerð bílsins, þó svo útlitið verði í “Retro”-stíl. Hann verður með leðursætum með rafdrifnum stillingum, hljómtækin eru af betri gerðinni þó svo útlit þess sé “Retro” og allar hugsanlegar tenging verða í bílnum, þ.á.m. Bluetooth og iPhone. Miðað við lýsinguna á bílnum má ef til vill segja að hann verði á góðu verði, eða nær jepplingaverði en jeppaverði hér á landi. Auk þess er hann ógnaröflugur og hreinlega flottur. Kannski finnast kaupendur á honum hér á landi? Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Hinn klassíski GAZ 69, eða rússajeppi, hefur fengið allsherjar yfirhalningu hjá rússneska breytingafyrirtækinu Truck Garage. Truck Garage er frá St. Pétursborg og það ætlar að breyta 12 svona bílum og selja þá á sem svarar 7,5 milljónum króna. Endanleg útkoma bílsins er því að öllu leiti rússnesk. Bíllinn verður með 6,4 lítra V8 Hemi vél, 465 hestafla. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Hann fær stillanlega “coilover”-fjöðrun, Teraflex diskbremsur, splittað drif og 17 tommu felgur með 35 tommu dekkjum á. Að innan verður bíllinn afar breyttur frá frumgerð bílsins, þó svo útlitið verði í “Retro”-stíl. Hann verður með leðursætum með rafdrifnum stillingum, hljómtækin eru af betri gerðinni þó svo útlit þess sé “Retro” og allar hugsanlegar tenging verða í bílnum, þ.á.m. Bluetooth og iPhone. Miðað við lýsinguna á bílnum má ef til vill segja að hann verði á góðu verði, eða nær jepplingaverði en jeppaverði hér á landi. Auk þess er hann ógnaröflugur og hreinlega flottur. Kannski finnast kaupendur á honum hér á landi?
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent