16% vöxtur bílasölu í Evrópu í desember Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 10:30 Renault Megane. Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent
Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent