Olíuverð hríðfellur vegna afnáms viðskiptaþvingana 18. janúar 2016 20:00 Olíuverð í heiminum hefur ekki verið lægra frá árinu 2003 en verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað undanfarið en afnám viðskiptaþvingana gegn Íran er helsta ástæða lækkunarinnar. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst í tólf ár. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær en það var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni svokölluðu. Fullgilding kjarnorkusamningsins gerir það að verkum að Íranar geta losað gríðarlega háar fjárhæðir af bankareikningum sem höfðu verið frystir vegna refsiaðgerðanna og geta nú flutt olíu til þeirra vestrænu ríkja sem tóku þátt í viðskiptabanninu. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð á olíu hefur nú skyndilega aukist griðarlega. Er það mat sérfræðinga að olíuverð muni halda áfram að falla á næstu árum, meðal annars vegna þess að eftirspurn hefur minnkað mikið bæði í Evrópu og Kína. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Olíuverð í heiminum hefur ekki verið lægra frá árinu 2003 en verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað undanfarið en afnám viðskiptaþvingana gegn Íran er helsta ástæða lækkunarinnar. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst í tólf ár. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær en það var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni svokölluðu. Fullgilding kjarnorkusamningsins gerir það að verkum að Íranar geta losað gríðarlega háar fjárhæðir af bankareikningum sem höfðu verið frystir vegna refsiaðgerðanna og geta nú flutt olíu til þeirra vestrænu ríkja sem tóku þátt í viðskiptabanninu. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð á olíu hefur nú skyndilega aukist griðarlega. Er það mat sérfræðinga að olíuverð muni halda áfram að falla á næstu árum, meðal annars vegna þess að eftirspurn hefur minnkað mikið bæði í Evrópu og Kína.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira