Koenigsegg Agera RS uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:12 Koenigsegg Agera RS. motorauthority.com Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent
Þeir sem höfðu hugsað sér að kaupa eintak af hinum sænska ofurbíl Koenigsegg Agera RS eru orðnir of seinir, hann er uppseldur og verða ekki framleidd nema 25 eintök af honum. Fyrir hvert eintak þessa 1.160 hestafla bíls þarf reyndar að reiða fram kringum 260 milljónir króna, en nóg virðist vera til af fólki sem ekki munar um það. Þessi Koenigsegg Agera RS er bíll sem er skotið á milli hins 1.124 hestafla Koenigsegg Agera R og Koenigsegg One:1 sem er 1.341 hestafl og 1.341 kíló. Kaupendur þessara 25 eintaka á bílnum er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Japan, Kína, Taiwan, Singapore, Malasíu, Saudi-Arabíu, Quatar og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Koenigsegg Agera RS er 2,8 sekúndur í hundraðið, en enn athygliverðara er að hann er aðeins 20 sekúndur í 400 km hraða og hámarkshraðinn er 440 km/klst.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent