Færri og færri með ökuskírteini í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 16:28 Ungmenni í bílatíma í Bandaríkjunum. Komið hefur í ljós að það er ekki bara í yngsta aldurshópi þeirra sem aldur hafa til að taka ökupróf sem þeim hefur fækkað sem kjósa að taka prófið. Transportation Research Institute í Bandaríkjunum heldur vel utan um tölu þeirra sem taka ökupróf og í aldurshópnum frá 16 til 44 ára hefur þeim fækkað ört á síðustu árum. Árið 2008 voru 31,1% 16 ára einstaklinga með próf en aðeins 24,5% árið 2014. Ef skoðaður er aldurshópurinn 20-24 ára féll þetta hlutfall úr 82,0% í 76,7% á sama tíma. Í aldurshópnum 45-69 féll hlutfallið líka og einnig í aldurshópi 70 ára og eldri. Sá aldurshópur sem líklegastur er til að hafa ökupróf er 60-64 ára og eru 92,1% þeirra með próf. Árið 2008 var það hlutfall reyndar 95,9%. Betri almenningssamgöngur og tilkoma Uber og Lyft hefur ef til haft mest áhrif í þessa veruna, sem og breyttur lífsstíll margra, ekki síst í borgum Bandaríkjanna. Könnun sem gerð var árið 2013 benti einnig til þess að færri og færri í yngsta aldurshópnum er líklegir til að finna sér vinnu til að hafa efni á því að eiga og reka bíl og í henni kom einnig í ljós að 22% aðspurðar á aldrinum 18-22 ára ætluðu sér aldrei að taka bílpróf. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent
Komið hefur í ljós að það er ekki bara í yngsta aldurshópi þeirra sem aldur hafa til að taka ökupróf sem þeim hefur fækkað sem kjósa að taka prófið. Transportation Research Institute í Bandaríkjunum heldur vel utan um tölu þeirra sem taka ökupróf og í aldurshópnum frá 16 til 44 ára hefur þeim fækkað ört á síðustu árum. Árið 2008 voru 31,1% 16 ára einstaklinga með próf en aðeins 24,5% árið 2014. Ef skoðaður er aldurshópurinn 20-24 ára féll þetta hlutfall úr 82,0% í 76,7% á sama tíma. Í aldurshópnum 45-69 féll hlutfallið líka og einnig í aldurshópi 70 ára og eldri. Sá aldurshópur sem líklegastur er til að hafa ökupróf er 60-64 ára og eru 92,1% þeirra með próf. Árið 2008 var það hlutfall reyndar 95,9%. Betri almenningssamgöngur og tilkoma Uber og Lyft hefur ef til haft mest áhrif í þessa veruna, sem og breyttur lífsstíll margra, ekki síst í borgum Bandaríkjanna. Könnun sem gerð var árið 2013 benti einnig til þess að færri og færri í yngsta aldurshópnum er líklegir til að finna sér vinnu til að hafa efni á því að eiga og reka bíl og í henni kom einnig í ljós að 22% aðspurðar á aldrinum 18-22 ára ætluðu sér aldrei að taka bílpróf.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent