NBA: Golden State náði að vinna án Curry | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 10:00 Stephen Curry var jakkaklæddur á hliðarlínunni en lifði sig samt inn í leikinn. Vísir/Getty Golden State Warriors lék sinn annan leik í röð án Stephen Curry í NBA-deildinni í nótt en nú gekk mun betur en á móti Dallas. Russell Westbrook átti stórleik í sigri Oklahoma City og Los Angeles Clippers liðið vann sinn fimmta leik í röð.Klay Thompson og Draymond Green áttu báðir stórleik í fjarveru Stephen Curry þegar Golden State Warriors vann 114-110 útisigur á Houston Rockets. Klay Thompson skoraði 38 stig og Draymond Green var með sína fimmtu þrennu á leiktíðinni, skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Þetta var þrítugasti sigur Golden State Warriors á tímabilinu, í 32 leikjum, en jafnframt fyrsti sigur liðsins án Stephen Curry. Curry missti af sínum öðrum leik í röð vegna meiðsla á vinstri fæti en Golden State steinlá á móti Dallas í fyrsta leiknum án hans. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston liðið og Dwight Howard var með 21 stig og 13 fráköst. Houston er nú búið að tapa sjö deildarleikjum í röð án móti Golden State og sigurinn var öruggari en lokatölurnar segja því Golden State var 10 stigum yfir þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Luke Walton, þjálfari Golden State Warriors í fjarveru Steve Kerr, sagði eftir leikinn að Stephen Curry væri allur að braggast þótt að hann hafi ekki verið leikfær í nótt. Næsti leikur liðsins er á heimavelli á móti Denver Nuggets 2. janúar.Russell Westbrook var með 36 stig, 12 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder vann 110-106 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjöundi tapleikur Phoenix í röð. Kevin Durant var með 23 stig fyrir OKC sem hefur unnið þrjá leiki í röð og ennfremur 12 sigra í síðustu 14 leikjum sínum. T.J. Warren skoraði mest fyrir Suns-liðið eða 29 stig.J.J. Redick var með 26 stig annað kvöldið í röð þegar Los Angeles Clippers vann 95-89 útisigur á New Orleans Pelicans. Chris Paul klikkaði á 15 af fyrstu 17 skotum sínum í leiknum en var allt í öllu á lokasekúndum leiksins og endaði með 12 stoðsendingar og 9 stig. DeAndre Jordan var með 11 stig og 20 fráköst fyrir Clippers en Anthony Davis var með 14 stig og 15 fráköst fyrir Pelíkanana og Ryan Anderson skoraði 17 stig.Andre Drummond skoraði 23 stig og tók 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-90 sigur á Minnesota Timberwolves en Reggie Jackson var síðan með 19 stig og 9 stoðsendingar. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 22 stig fyrir Pistons-liðið sem endaði þriggja leikja taphrinu. Nýliðinn Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig og tók 9 fráköst fyrir Úlfana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 115-90 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 116-120 Houston Rockets - Golden State Warriors 110-114 New Orleans Pelicans - Los Angeles Clippers 89-95 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 110-106 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 109-96Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Golden State Warriors lék sinn annan leik í röð án Stephen Curry í NBA-deildinni í nótt en nú gekk mun betur en á móti Dallas. Russell Westbrook átti stórleik í sigri Oklahoma City og Los Angeles Clippers liðið vann sinn fimmta leik í röð.Klay Thompson og Draymond Green áttu báðir stórleik í fjarveru Stephen Curry þegar Golden State Warriors vann 114-110 útisigur á Houston Rockets. Klay Thompson skoraði 38 stig og Draymond Green var með sína fimmtu þrennu á leiktíðinni, skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Þetta var þrítugasti sigur Golden State Warriors á tímabilinu, í 32 leikjum, en jafnframt fyrsti sigur liðsins án Stephen Curry. Curry missti af sínum öðrum leik í röð vegna meiðsla á vinstri fæti en Golden State steinlá á móti Dallas í fyrsta leiknum án hans. James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston liðið og Dwight Howard var með 21 stig og 13 fráköst. Houston er nú búið að tapa sjö deildarleikjum í röð án móti Golden State og sigurinn var öruggari en lokatölurnar segja því Golden State var 10 stigum yfir þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Luke Walton, þjálfari Golden State Warriors í fjarveru Steve Kerr, sagði eftir leikinn að Stephen Curry væri allur að braggast þótt að hann hafi ekki verið leikfær í nótt. Næsti leikur liðsins er á heimavelli á móti Denver Nuggets 2. janúar.Russell Westbrook var með 36 stig, 12 stoðsendingar og 5 stolna bolta þegar Oklahoma City Thunder vann 110-106 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjöundi tapleikur Phoenix í röð. Kevin Durant var með 23 stig fyrir OKC sem hefur unnið þrjá leiki í röð og ennfremur 12 sigra í síðustu 14 leikjum sínum. T.J. Warren skoraði mest fyrir Suns-liðið eða 29 stig.J.J. Redick var með 26 stig annað kvöldið í röð þegar Los Angeles Clippers vann 95-89 útisigur á New Orleans Pelicans. Chris Paul klikkaði á 15 af fyrstu 17 skotum sínum í leiknum en var allt í öllu á lokasekúndum leiksins og endaði með 12 stoðsendingar og 9 stig. DeAndre Jordan var með 11 stig og 20 fráköst fyrir Clippers en Anthony Davis var með 14 stig og 15 fráköst fyrir Pelíkanana og Ryan Anderson skoraði 17 stig.Andre Drummond skoraði 23 stig og tók 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-90 sigur á Minnesota Timberwolves en Reggie Jackson var síðan með 19 stig og 9 stoðsendingar. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 22 stig fyrir Pistons-liðið sem endaði þriggja leikja taphrinu. Nýliðinn Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig og tók 9 fráköst fyrir Úlfana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 115-90 Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 116-120 Houston Rockets - Golden State Warriors 110-114 New Orleans Pelicans - Los Angeles Clippers 89-95 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 110-106 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 109-96Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum