Hverfa dísilbílar í Bandaríkjunum, Japan og Kína? Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 14:40 Ekki algeng sjón í Bandaríkjunum, Japan eða í Kína. Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent
Dísilvélasvindlið sem uppgötvaðist hjá Volkswagen í Bandaríkjunum á liðnu ári er líklegt til að drepa alla sölu fólksbíla með dísilvélum í Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ekki er þó af miklu að taka þar sem sala þeirra nemur aðeins 1-3% af heildarsölu bíla á þessum þremur stóru mörkuðum. Samsvarandi tala í Evrópu er 53% og því seljast þar enn fleiri dísilbílar en bensínbílar. Volkswagen hafði markaðssett dísilbíla í Bandaríkjunum sem “hreinan” valkost áður en skandallinn uppgötvaðist, en annað kom í ljós. Það er mat þeirra sem fjalla um bílasölu í Bandaríkjunum, Japan og Kína að aðeins rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar geti leyst af hólmi bensínbíla á næstu árum og að bílkaupendur í þessum löndum hafi orðið fráhverfir dísilbílum er upp komst um raunverulega mengun dísilbíla með uppgötvun dísilvélasvindlsins. Mótstaðan við dísilbíla var mikil áður í þessum löndum en greinendur telja að þarna hafi náðarhöggið verið slegið. Mjög minnkandi sala dísilbíla í Bandaríkjunum frá uppgötvun dísilvélasvindslins bendir til þess að þeir gætu haft rétt fyrir sér.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent